Skoðun

Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun?

Sædís Ósk Harðardóttir skrifar

Innleiðing nýrra laga um inngildandi menntun er eitt umfangsmesta umbótaverkefni íslensks skólakerfis á síðari árum. Markmiðin eru göfug: að efla snemmtæka íhlutun, styrkja teymisvinnu, samræma þjónustu og tryggja börnum jöfn tækifæri til náms og þátttöku.

Skoðun

Hjálpum spilafíklum

Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við.

Skoðun

Hvað er að vera vók?

Eva Hauksdóttir skrifar

Enska orðið „woke“ var upphaflega notað um það að vera vakandi fyrir félagslegu óréttlæti, vekja aðra til vitundar um þau viðhorf sem viðhalda óréttlæti og koma minnihlutahópum til hjálpar. Markmiðin eru göfug en í reynd hefur hreyfingin hin síðari ár ekki síður staðið í því að vakta þá sem grunaðir eru um óæskilegar skoðanir og voka yfir samfélagsumræðunni.

Skoðun

Þjóðin sem á­kvað að leggja sjálfa sig niður

Margrét Tryggvadóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifa

Hvað er að vera þjóð, og til hvers reynum við að halda úti menningarsamfélagi hér úti í ballarhafi? Svörin við þessum spurningum snúast á endanum að miklu leyti um íslenskuna, tungumálið sem við höfum notað til að tala saman, hugsa, lesa og skrifa í meira en þúsund ár.

Skoðun

Hvað kennir hug­rekki okkur?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hugrekki er sjaldnast það sem glansmyndirnar sýna. Það er ekki maður á fjallstindi með vindinn í hárinu, né heldur það sem fólk setur á samfélagsmiðla. Hugrekki er eitthvað miklu dýpra, eitthvað sem gerist innra með okkur, oft án þess að nokkur sjái það.

Skoðun

Þeir vita sem nota

Jón Pétur Zimsen skrifar

Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum:

Skoðun

Hjólhýsabyggð á heima í borginni

Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma.

Skoðun

Mann­réttindi eða plakat á vegg?

Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Í gær var alþjóðlegur mannréttindadagur barna. Þetta er dagur sem gjarnan er nýttur til að fagna því að Ísland hafi lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna á að Ísland sé eitt besta land í heimi til að búa í.

Skoðun

Styrkur Ís­lands liggur í grænni orku

Sverrir Falur Björnsson skrifar

Eitt megin framlag Íslands til loftslagsmála hefur verið nægt framboð af endurnýjanlegri orku til að svara þörf orkusækins iðnaðar sem annars þyrfti að knýja starfsemi sína með jarðefnaeldsneyti, með neikvæðari áhrifum á andrúmsloftið og náttúru.

Skoðun

Eftir hverju er verið að bíða?

Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar

Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur.

Skoðun

Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar

Martha Árnadóttir skrifar

Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika.

Skoðun

Hlut­verk hverfa í borgarstefnu

Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar

Nýlega var samþykkt þingsályktun um borgarstefnu á Alþingi. Er um töluverð tíðindi að ræða en fyrir utan að fjallað er um Reykjavíkurborg hefur Akureyrarbær fengið skilgreiningu sem svæðisborg.

Skoðun

Glæpa­menn í gler­húsi

Ólafur Stephensen skrifar

Ákvörðun Evrópusambandins í byrjun vikunnar, um að beita verndartollum gagnvart útflutningi Íslands og Noregs á járnblendi, var meiriháttar vonbrigði og í andstöðu við það grundvallaratriði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að flutningur iðnaðarvöru sé frjáls og óhindraður á svæðinu.

Skoðun

Þolin­mæði Hafn­firðinga er á þrotum!

Kristín Thoroddsen skrifar

Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju.

Skoðun

Dagur mann­réttinda (sumra) barna

Vigdís Gunnarsdóttir skrifar

Í gær, 20. nóvember, var margt um að vera en dagurinn var helgaður mannréttindum barna. Á Alþingi fór fram sérstök umræða um stöðu barna á Íslandi. Mest höfðu þingmenn sig fram um að ræða vímuefnaneyslu unglinga, skjátíma og stöðu drengja í skólakerfinu.

Skoðun

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar

Ferðaþjónustan á Norðurlandi stendur á tímamótum. Aldrei áður hafa tækifærin verið jafn augljós og raunhæf. Ný hótel rísa, fjölbreytt afþreying vex, og heilsársferðaþjónusta er orðin að veruleika. Staðan er gjörbreytt frá því fyrir aðeins nokkrum árum síðan.

Skoðun

Hvað finnst Grind­víkingum?

Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifa

Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land.

Skoðun

Al­vöru tæki­færi í gervi­greind

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn.

Skoðun

Erum við í of­beldis­sam­bandi við ESB?

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Minn góði vinur Hjörtur J. Guðmundsson er duglegur penni, fylginn sér og oftast málefnalegur í sínum skrifum, þó við séum sjaldan sammála í Evrópumálunum.

Skoðun

„Við lofum að gera þetta ekki aftur“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins.

Skoðun

Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár?

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Þróun heimsmála á árinu 2025 hefur verið flókin. En hver verður þróun stjórnmála, tækni og bandalaga þjóða næstu áratugina? Hver mun stjórna eftir eina öld? Fæst okkar sjá framvinduna fyrir því við þekkjum ekki tækninýjungar framtíðar, mengun, orkumál og stríð.

Skoðun

Í­búðir með froðu til sölu

Björn Sigurðsson skrifar

Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum.

Skoðun

Að hafa eða að vera

Guðrún Schmidt skrifar

Í bókahillunni minni er bók sem mun heita á íslensku „Að hafa eða að vera - Sálfræðilegur grundvöllur nýrrar samfélagsgerðar“ eftir Erich Fromm, þýsk-amerískan félagssálfræðing og heimspeking.

Skoðun