Skoðun

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni.

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla.

Listin við að fara sér hægt
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti.

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla.

Bjánarnir úti á landi
Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða.

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Kostnaður vegna veru Íslands í EES er óheyrilegur. Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga kemur að öllu leyti frá ESB og fá svið samfélagsins eru orðin undanskilin. Nánast allt regluverk í orku- og umhverfismálum, matvælaeftirliti og fjármálaeftirliti er í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel, en ekki í höndum kjörinna fulltrúa á Íslandi. Íslenskir borgarar hafa því engin áhrif á ákvarðanir stofnanna ESB.

En hvað með loftslagið?
Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Ég er maður sem tel að einkaframtak eigi fullan rétt á sér. Finnst alltaf holur hljómur þegar hátekjumenn á framfæri ríkisins tala niðrandi og jafnvel ásakandi um einkaframtak og getu þess til verðmætasköpunar og góðra verka.

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna.

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna.

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum.

Fjárfestum í hjúkrun
Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun.

Tölum um endurhæfingu!
Nú blasir við að loka þurfi geðendurhæfingarúrræði í Reykjavík sem hefur staðið ungu fólki á aldrinum 18-30 ára til boða síðustu ár. Þetta unga fólk á það sameiginlegt að falla undir svokallaðan NEET hóp, það eru þau sem ekki eru í vinnu, virkni eða námi.

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að vera dýrafræðingur. Einhvers staðar villtist ég af leið, fór í hagfræði og endaði í Kauphöllinni.

Alvöru mamma
Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið.

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins.

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda.

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Ef það er hægriöfgaskoðun að telja að það sé ekki í lagi að hér á landi séu á þriðja hundruð ólöglegra hælisleitenda sem eru búnir að fá höfnun fyrir landvistarleyfi og neita að fara.

Heimsmet í sjálfhverfu
Ég þakka ykkur tilskrifin og fagna því að þið séuð tilbúin að ræða um málefni kvikmyndamenntunar á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli mína að þið skulið ekki minnast á tilefni orða minna.

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Við viljum kalla samfélagið okkar velferðarsamfélag. Hugtakið byggir á þeim skilningi að ákveðin grunnþjónusta sé tryggð öllum, óháð aðstæðum eða framlagi.

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Viska er meðal yngstu stéttarfélaga landsins og varð formlega til 1. janúar 2024 með sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM. Eitt þessara stéttarfélaga var félagið mitt, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. SBU var rótgróið félag með öflugt félagsfólk með djúpa réttlætiskennd, en við vorum fámenn og oft leið okkur sem að rödd okkar í samfélaginu eða við kjarasamningsborðið væri lítil.

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin.

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Á eyðilegri hraunbreiðu þar sem íslenskur vindur leikur lausum hala yfir eldfjallaleifar og sandstrók, reis um miðja 20. öld bandarísk herstöð – útsýnislaus og kaldranaleg að utan. En innan vírgirðinganna á Miðnesheiði tók við annar heimur. Þar var tilveran mótuð af reglu og agaðri hernaðarstjórn – en undir yfirborðinu kraumaði líf sem íslenskir ráðamenn vissu um, en völdu að horfa fram hjá.

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Ágrip af merkri sögu Kvikmyndaskóla Íslands og skýringar á erfiðleikum hans — heimatilbúinn vandi í boði stjórnvalda.

Tölum aðeins um einhverfu
Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir.

Það sem sést, og það sem ekki sést
Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr.

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi.

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga.

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Ísland á ekki að vera eina Norðurlandaþjóðin án óperu. Markaðurinn og áhuginn eru fyrir hendiÁ undanförnum misserum hafa menn velt því fyrir sér hvort íslenskur markaður sé nægilega stór til að standa undir öflugri óperustarfsemi. Staðhæft hefur verið að Ísland beri aðeins tvær stórar óperusýningar á ári. Saga óperu hér á landi bendir til annars.