Skoðun

Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna

Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar

Vara kemur til landsins í margvíslegum tilgangi, sem nauðsyn, munaður og allt þar á milli. Flest okkar þekkja í eigin lífi raftæki sem ekki er hægt að laga, föt sem endast skemur en áður og léleg húsgögn.

Skoðun

Stórútgerðin og MSC vottunin: Rang­túlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks

Kjartan Sveinsson skrifar

Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“

Skoðun

Er netsala á­fengis lög­leg?

Einar Ólafsson skrifar

Nú kringum áramótin hafa birst fréttir um að þingmönnum og ráðherrum þyki tími kominn til „að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli vera í landinu varðandi áfengissölu,“ eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar orðaði það. „Óvissa ríki bæði hjá rekstraraðilum netverslana áfengis sem og þeim sem sinni eftirliti með þeim.“

Skoðun

Hafnar­fjörður er ekki bið­stofa

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar

Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað.

Skoðun

Fáar vís­bendingar um miklar breytingar í Venesúela

Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar

Brotthvarf Nikolas Madúró forseta Venesúela er ótvírætt högg fyrir stjórn sósíalista í landinu. Það raskar starfi þeirra og skapar tækifæri til breytinga, en um leið er ólíklegt að handtaka hans ein og sér skili langlífum breytingum á stjórnarfari landsins. Skipulagslegt viðnámsþol, samheldni valdastéttarinnar, stofnanaleg dýpt og ytri pólitísk áhrif takmarka áhrifin af brotthvarfi forsetans.

Skoðun

Fé­lags­legur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauð­syn

Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar

Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi.

Skoðun

Heiða Björg Hilmis­dóttir – for­ystu­kona sem leysir hnútana

Axel Jón Ellenarson skrifar

Í stjórnmálum skiptir mestu máli að fólk standi við orð sín þegar á reynir. Við sáum skýrt dæmi um slíka forystu hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra og fyrrverandi stjórnarformanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga, þegar hún gegndi lykilhlutverki í að leysa hnútinn í erfiðri kjaradeilu kennara.

Skoðun

Áramótaheitið er að fá leik­skóla­pláss

Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar

Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“.

Skoðun

Hvað er Trump eigin­lega að bralla?

Jean-Rémi Chareyre skrifar

Hvað er forseti Bandaríkjanna að meina með því að ræna Maduro? Trump sjálfur hefur vísað í tvær réttlætingar fyrir því að framkvæma þennan gjörning: í fyrsta lagi hefur hann sakað forseta Venesúela um að taka beinan þátt í fíkniefnasmygl og í öðru lagi er Maduro sakaður um að hafa „stolið“ olíu frá Bandaríkjunum (fyrir valdatíð Hugo Chavez og síðan Maduro höfðu bandarísk olíufélög greiðan aðgang að olíuauði landsins).

Skoðun

Bætum lýð­ræðið í bænum okkar

Gunnar Axel Axelsson skrifar

Ólíkt því sem ítrekað hefur verið haldið fram í umræðunni um fjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum hér á landi og tilheyrandi kostnað sem því fylgir, þá eru sveitarstjórnir á Íslandi mun fámennari en þekkist í flestum öðrum löndum.

Skoðun

Þegar rökin þrjóta og ábyrgðar­leysið tekur yfir - Hug­leiðingar óflokks­bundins ein­stak­lings í byrjun árs 2026

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Það er orðið óþolandi að fylgjast með því hvernig íslensk samfélagsumræða hefur hrunið niður á plan þar sem rök skipta litlu en hroki, skítkast og yfirborðsleg sýndarmennska ráða ferðinni. Þegar stjórnmálamenn ná ekki að verja eigin ákvarðanir með staðreyndum, þá grípa þeir til persónuárása. Þetta er ekki lengur undantekning, þetta er orðið normið.

Skoðun

Enga upp­gjöf í leik­skóla­málum

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar

Þegar börnin mín voru á leikskóla voru verkföll á leikskólanum, svo kom covid með tilheyrandi lokunum og síðan fundust rakaskemmdir og mygla þannig að deild barnanna okkar þurfti að flytja tímabundið annað.

Skoðun

Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér

Steindór Þórarinsson skrifar

Ástæðan fyrir því að ég endaði á að skrifa þennan pistil og fór að lesa mig betur til um þetta er einföld. Ég er að skríða út úr fjögurra vikna þunglyndi þar sem ég lokaði mig af frá umheiminum. Ég náði rétt svo að mæta í auka vinnu, en ég brást mörgum í þetta skiptið. 

Skoðun

Sækjum til sigurs í Reykja­vík

Pétur Marteinsson skrifar

Ég ákvað fyrir skemmstu að gefa kost á mér sem oddviti Samfylkingar í Reykjavík. Prófkjör flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 24. janúar og er opið öllum skráðum flokksfélögum.

Skoðun

Öryggis­mál Ís­lands eru í upp­námi

Arnór Sigurjónsson skrifar

Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Skoðun

Pakkaleikur á fjöl­miðla­markaði

Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Skömmu fyrir jól birti menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra nýja aðgerðaáætlun í málefnum fjölmiðla. Í áætluninni er að finna sautján aðgerðir sem eiga að efla innlenda fjölmiðla og leggja grunn að sókn fjölmiðlunar á Íslandi.

Skoðun

Semjum við Trump: Breytt heims­mynd sem tæki­færi, ekki ógn

Ómar R. Valdimarsson skrifar

Örar breytingar í alþjóðamálum undanfarið hafa breytt öryggisumhverfi Íslands í öllum grundvallaratriðum. Handtaka Bandaríkjanna á Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um síðustu helgi, og vaxandi áhugi Washington á Grænlandi eru einungis nýjustu dæmin um að hinir sterku fara sínu fram; að þjóðir eiga ekki vini – bara hagsmuni.

Skoðun

Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ung­menni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera til­búin í með­ferð

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Þegar ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára óskar sjálft eftir innlögn í afeitrun vegna ópíóíðafíknar og fær þau svör að ekkert pláss sé tiltækt, myndast tómarúm sem kerfið kýs að líta fram hjá. Í því tómarúmi ríkir ekki aðgerðaleysi, heldur taka við óformlegar, hættulegar og ólöglegar lausnir.

Skoðun