Skoðun

Fé­lags­leg sam­skipti eru for­senda góðrar heilsu

Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar

Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu.

Skoðun

For­gangs­verk­efni / hurfu í money heaven

Davíð Bergmann skrifar

Er ekki eitthvað vitlaust gefið hérna þegar 9000 milljónir fara í hindurvitna stofnun eins og kirkjuna og 15-17 þúsund milljónir í innflytjendur. Hvað hafa farið mörg þúsund milljónir í höfuðstöðvar Landsbankans og af hverju er ekki fyrir löngu búið að reisa þennan langþráða nýja Landspítala.

Skoðun

Manstu ekki eftir mér?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

„Manstu ekki eftir mér? Mikið lítur vel út beibí frábært hár. Manstu ekki eftir mér? Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt!

Skoðun

Munaðar­lausir Þing­eyingar

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg.

Skoðun

Sér­trúar­söfnuður á­sækir Ís­lendinga

Örn Karlsson skrifar

Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands.

Skoðun

Ástin mín, Emma

Auðbergur Gíslason skrifar

Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband.

Skoðun

Krossgötur

Eldur Ísidór skrifar

Svokölluð „hinsegin“ fræðsla barna og kynfræðsla hefur verið mikið í umræðunni í vikunni sem er að líða. Samtökin sem ég er í forsvari fyrir, Samtökin 22, gerðum okkur ferð upp í Langholtsskóla, eftir að skólastarfi lauk, fimmtudaginn 7. september síðastliðinn.

Skoðun

Listin að segja...og þegja

Magnús Þór Jónsson skrifar

Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin.

Skoðun

Auðlindin okkar - Us and them

Atli Hermannsson skrifar

Fyrir rúmu ári síðan skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, fjóra starfshópa til að freista þess að ná víðtækri og langþráðri sátt um sjávarútveginn. Verkefni sem fékk það virðulega nafn Auðlindin okkar.

Skoðun

Enn eitt byggðar­lagið lagt í rúst

Vilhelm Jónsson skrifar

Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni.

Skoðun

Skað­leg kyn­fræðsla?

Anna Eir Guðfinnudóttir,Arna Garðarsdóttir og Helga Sigfúsdóttir skrifa

Erfitt hefur verið að fylgjast með umræðunni um kynfræðslu síðustu daga. Svo virðist sem margir haldi að kynfræðsla sé á einhvern hátt skaðleg heilbrigði barna, og hættuleg fyrir samfélagið sem heild.

Skoðun

Lands­banka­húsið

Árni Tómas Ragnarsson skrifar

Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist.

Skoðun

Heilinn á konum er helmingi minni

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa.

Skoðun

Að stemma af bók­hald

Tinna Traustadóttir skrifar

Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað.

Skoðun

Að fara og vera, að halda og sleppa, að lifa og deyja

Kristjana Atladóttir skrifar

Elsku mamma fæddist árið 1947 og verður því 77 ára bráðum. Í dag er það ekki hár aldur, sérstaklega ekki fyrir atorkusama konu sem elskar fjallgöngur og hreyfingu. Stundum, aðallega í fjallgöngum, hitti ég konur á hennar aldri og tek spjallið.

Skoðun

Tungumálið og tæknin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar

Áhyggjur af stöðu og framtíð íslenskunnar hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri. Sífellt fleiri furða sig á því að nú heyri það nánast til undantekninga að hægt sé að panta sér kaffibolla, mat á veitingastað eða rúnstykki í bakaríinu á horninu, á íslensku. Ég deili áhyggjum af því andvaraleysi en ég er líka bjartsýn.

Skoðun

Lífið í óvissunni

Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar

Nú um þessar mundir fagnar MS-félag Íslands því að 55 ár eru liðin frá stofnun þess. Einhverjum kann að finnast það óviðeigandi að tala um að fagna afmæli sjúklingasamtaka, því enginn vill fá ólæknandi sjúkdóm, enginn vill lifa við skerðingu lífsgæða og enginn vill lifa í óvissunni um hvernig lífið með MS þróast. Það ber samt að fagna því hve mikið hefur áunnist á þessum 55 árum frá stofnun félagsins. Því ber að fagna að við sem greinumst með ólæknandi sjúkdóm skulum eiga félagasamtök sem hlúa að okkur og aðstandendum okkar. Við fögnum því að eiga félag sem beitir stjórnvöld aðhaldi um bætt lífsgæði, um bætta greiningu og betri meðferðir sjúkdómsins. Einnig fögnum við öllu sem hefur áunnist í réttindamálum fólks með MS.

Skoðun

Þögn þingmanna er ærandi

Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar

Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað.

Skoðun

Þjóðarréttur Íslendinga

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Nú er ég stoltur viðvaningur í eldhúsinu, er aldrei beðin um að sjá um jólamatinn og má kenna bæði reynsluleysi og áhugaleysi um getuleysi mitt við pottana.

Skoðun

Um vinnustyttingu á leikskóla - Vinnustytting eða ísköld blekking?

Jóhanna Helgadóttir skrifar

Svo ég geti fengið 36 stunda vinnuviku í staðinn fyrir 40 þá þarf ég að „gefa eftir forræði yfir kaffitímanum mínum“. Athyglisvert í ljósi þess að margar aðrar starfsstéttir fá einfaldlega vinnustyttingu, eins og nafnið segir til um, styttingu á vinnutíma en halda sömu launum og fullum kaffitíma. Jú því það var nú tilgangurinn með vinnustyttingu, að launafólk fengi styttingu á vinnutíma en héldi sömu launum, sem sé yrði ekki fyrir kjaraskerðingu. Takið eftir ágætu lesendur, þetta á ekki við um leikskólakennara. Óh nei.

Skoðun

Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri

Einar A. Brynjólfsson skrifar

Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda.

Skoðun

Bráðum kemur slydda og snjór...

Bragi Þór Thoroddsen skrifar

Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land.

Skoðun

Nýsköpun í rekstri þjóðar

Baldur Vignir Karlsson skrifar

Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn.

Skoðun

„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun?

Skoðun

Erum við virkilega svona fátæk?

Guðrún Sævarsdóttir skrifar

Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði.

Skoðun

Að upp­hefja raddir sjúk­linga

Málfríður Þórðardóttir,Ásta Kristín Andrésdóttir og Gyða Ölvisdóttir skrifa

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður því hvernig auka megi þátttöku sjúklinga í því að efla öryggismenningu í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun

Ert þú hluti af þessum 70%?

Elísa Ósk Línadóttir skrifar

Kæri lesandi, vissir þú að á Íslandi gætu verið um 25000 einstaklingar með PCOS en aðeins um 7500 af þeim veit af því? Það þýðir að 17500 einstaklingar þjást af einkennum PCOS án þess að hafa hugmynd um hvað er að plaga þau.

Skoðun

Öryggi sjúklinga og aðkoma þeirra

Alma D. Möller skrifar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients).

Skoðun