Lífið

Gætir þú hugsað þér að vera í fjarbúð?

Þau kynnast og verða ástfangin. Allt er eitthvað svo fullkomið. Þau verða par. Hann á tvö börn úr fyrra sambandi og hún á þrjú. Þau elska að vera sem mest saman en svo er það þetta með börnin, fjölskylduna, búsetuna og framtíðina.

Lífið

Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify

Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. 

Lífið

Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins

Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum.

Lífið

Eldgosamaður vakti athygli í vefmyndavél Vísis

Þrátt fyrir að eldgosinu í Meradölum sé að öllum líkindum lokið var nóg að gerast í vefmyndavél Vísis í fyrradag. Þar mætti maður í fullum skrúða hlífðarfatnaðar og lék listir sínar fyrir áhorfendur líkt og hann væri staddur í geimnum.

Lífið

„Ég bjóst alls ekki við þessu“

„Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær.

Lífið

Steypti sér fram af þaki Hörpu

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og steypti sér fram af Hörpu til þess að skemmta gestum á Menningarnótt. Hann virtist ekkert kippa sér upp við það að vera í 43 metra hæð og söng og spilaði fyrir áhorfendur líkt og ekkert væri eðlilegra.

Lífið

Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna

Her­togaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril.

Lífið