Lífið

Danslagið Infinity endurfætt á Íslenska listanum

Danssmellurinn Infinity með Guru Josh Project kom upprunalega út árið 1989 og var svo endurútgefið árið 2008 við miklar vinsældir. Tónlistarmaðurinn Willy William hefur nú gefið út lagið Trompeta sem líkist óneitanlega Infinity en hann notar hljóðbúta úr Infinity og gefur þeim nýtt líf.

Tónlist

„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“

Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 

Lífið

Pabbakvöld í Al Mazrah

CM!OB pabbarnir ætla að gera heiðarlega tilraun til að mála Al Mazrah rauða í Warzone 2 í kvöld. Það er að segja eftir að börnin eru komin í háttinn.

Leikjavísir

Réði „paparazzi“ til að þykjast vera fræg á afmælinu sínu

Afmælisstelpan Alyssa borgaði ljósmyndurum til þess að mæta í afmælið sitt, taka myndir, kalla á sig og þykjast vera fræg. Gamanið hófst þó á hrekkjavöku þegar ljósmyndarinn Kieran Murray og vinir hans klæddu sig upp sem „paparazzi“ og má segja að þeir hafi verið í hlutverkinu síðan.

Lífið

Fyrsta jóla­lag Helga Björns í yfir 25 ár

Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér.

Jól

Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress

Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman.

Jól

Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði

Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.

Lífið

Hallmark hringir inn jólin

Hver elskar ekki velgjulega væmnar sjónvarpsmyndir þar sem allt fer á besta veg að lokum? Auðvitað eru einhverjir skröggar þarna úti sem vilja ekkert af slíku vita en aðdragandi jóla er gósentíð fyrir okkur hin þegar hinar ástsælu Hallmark-jólamyndir fara að birtast á Stöð 2 og Stöð 2+ og í augum margra eru þær jafn nauðsynlegar um jólin og malt og appelsín, hálfmánar með sveskjusultu og frómasinn hennar ömmu.

Lífið samstarf

Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði

„Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Lífið

Snúa bökum saman hjá Gameverunni

Marín í Gameverunni fær til sín Allifret í heimsókn en þau ætla að setjast niður og spila svokalla Co-op leiki. Í þeim leikjum þurfa þau að snúa bökum saman til að vinna.

Leikjavísir

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Tíska og hönnun

Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt

Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“.

Jól

Ekki auðveld ákvörðun að hætta saman

Parið Gem­ma Owen og Luca Bish, sem byrjuðu að slá sér upp í raunveruleikaþáttunum Love Island, eru hætt saman eft­ir þriggja mánaða sam­band. Gemma er dóttir fótboltamannsins Michael Owen sem spilaði fyr­ir Li­verpool og enska landsliðið.

Lífið