Lífið

Aron Can og Erna María eiga von á barni

Söngvarinn Aron Can Gultekin á von á barni ásamt kærustu sinni til nokkurra ára, flugfreyjunni Ernu Maríu Björnsdóttur. „Lítill Can,“ skrifaði parið undir fallega mynd af bumbunni.

Lífið

Minnka matarsóun og demba sér í splitt

Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti.

Lífið samstarf

Íris Stefanía jarðaði fylgjuna í upp­á­halds­fjörunni

Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir jarðaði fylgjuna sína í uppáhalds fjörunni sinni. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig,“ segir hún um athöfnina í samtali við Vísi. 

Lífið

Var ekki góður maki í upphafi sambandsins

Söngvarinn John Legend segist ekki hafa verið góður maki fyrir eiginkonu sína Chrissy Teigen þegar þau voru að byrja saman. „Ég var sjálfselskari þá,“ segir hann í viðtali við Jay Shetty. 

Lífið

Furðufluga vekur athygli í Kringlunni

Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum.

Lífið

Annað land dregur sig úr Euro­vision

Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023.

Lífið

Listaverk sem fagna nýju lífi

Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu.

Menning

Upplifði sig týnda og átti fáa vini

„Í grunnskóla var ég algjör mús,“ segir leikkonan, samfélagsmiðlastjarnan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir. Kristín er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi. Þar ræðir hún meðal annars um skólagöngu sína. „Ég fann mig illa þar,“ segir Kristín.

Lífið

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

Lífið

Bæta á vandræðin í Caldera

Sjaldan er ein báran stök. Íbúar Caldera eiga við mörg vandamál að etja, eins og hátt orkuverð og verðbólgu en nú bætast stelpurnar í Babe Patrol við.

Leikjavísir

Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum

Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. 

Lífið

Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum

Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“

Tónlist

Ólafur Kram treystir ekki fiskunum

Hljómsveitin frumlega Ólafur Kram gefur út breiðskífan Ekki treysta fiskunum á föstudaginn. Hljómsveitin kom sá og sigraði Músíktilraunir á síðasta ári.

Tónlist