Lífið

Heillaðist af eyði­leggingunni

„Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 

Menning

Mugison sýndi öðrum manni óvart typpamynd

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, segist hafa samið lagið Gúanó Kallinn á nýjustu plötu sinni É dúdda mía í mjög skrýtnu ástandi, það er að segja stuttu eftir að hann sýndi öðrum manni óvart typpamynd af sér.

Lífið

Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu.

Lífið

Gleði og glamúr á árshátíð Play

Árshátíð flugfélagsins Play fór fram í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 9. september síðastliðinn. Gleðin var sannarlega við völd þar sem starfsmennirnir skemmtu sér konunglega undir tónum Helga Björns, Herberts Guðmundssonar og Prettyboitjokkó.

Lífið

Þrjár utanlandsferðir á tólf dögum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B, eru staddur á Ibiza að fagna góðu gengi lagsins Skína sem hefur verið í fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þrjár vikur í röð.

Lífið

Hittust í leyni á bíla­stæðum

Victoria Beck­ham og David Beck­ham hittust í leyni á bíla­stæðum í ár­daga sam­bands þeirra. Um­boðs­maður krydd­píunnar mælti með því að þau myndu halda sam­bandinu leyndu, fyrst um sinn.

Lífið

Sækir um skilnað frá Danny Master­son

Bandaríska leikkonan Bijou Phillips hefur sótt um skilnað frá leikaranum Danny Masterson. Masterson var fyrir tveimur vikum dæmdur í þrjátíu ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur af ákæru um tvær nauðganir.

Lífið

„Húmorinn hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni“

„Upphaflega var stefnan að spila í tvö skipti yfir eina helgi en þau plön breyttust. Við störtuðum algjöru mambó-æði sem gekk yfir landið næstu tvö ár,“ segir Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font, einn af stofnendum Milljónamæringanna.

Lífið

Hugsan­legt krabba­mein reyndust hár­teygjur í tuga­tali

Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. 

Lífið

Heimilið eins og hótelsvíta

Heimilisþættirnir Bætt um betur á Stöð 2 eru stútfullir af hugmyndum fyrir fólk í framkvæmdum. Piparsveinaíbúðin í Kópavogi sem tekin var fyrir í öðrum þætti er skemmtilegt dæmi um hvernig má útfæra heimilið eins og notalega hótelsvítu með mildum litum, listum og síðum gluggatjöldum.

Lífið samstarf

Möguleg ástæða þess að þú ert enn á lausu

Fjöldi ástæðna er fyrir því að fólk er einhleypt, sumir kjósa það að vera einir á meðan aðrir þrá að eignast maka. Breski kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fær fjölda fyrirspurna árlega frá einhleypu fólki sem vill vita hvernig það eigi að bera sig að til að finna ástina.

Lífið

Hafa náð sátt í skilnaðar­máli sínu

Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði.

Lífið

Ekta ítalskar panino slá í gegn í hádeginu

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria á Hverfisgötu sérhæfir sig í ítalskri matargerð og hefur stimplað sig rækilega inn í veitingaflóru borgarinnar með ekta ítölskum mat á kvöldin. Ítalskar panino samlokur eins og þær gerast bestar eru nýjasta nýtt í hádeginu.

Lífið samstarf

Terrazzo, brass og ó­bein lýsing breyttu öllu

„Mid century modern“ stíllinn var í aðahlutverki þegar innanhússarkitektarnir Hanna Stína og Ragnar tóku eldhús í Garðabæ í gegn. Í þáttunum Bætt um betur aðstoða þau fólk við breytingar heima hjá sér og veita okkur hinum innblástur um hvað hægt er að gera.

Lífið samstarf