Lífið

Elísa Viðars orðin strákamamma

Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eignuðust dreng 2. mars síðastliðinn. Elísa greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið

„Fólk er al­ger­lega að fella rasistagrímuna“

Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast.

Lífið

Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu

Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina.

Lífið

Texta Októ­ber-regns breytt að kröfu for­seta Ísrael

Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn.

Lífið

Ferða­tösku Lauf­eyjar stolið

Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Lífið

Há­vaxnasti maður landsins loksins í al­menni­legu rúmi

Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð.

Lífið

Sonurinn gat ekki kosið Bashar

Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu.

Lífið

„Heyrðu, hún er fundin“

Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg.

Lífið

Kyssti eigin­manninn í skugga skandals

Kryddpían Geri Halliwell mætti á fyrstu keppni formúlunnar í ár í Bahrain í gær til að vera viðstödd keppnina ásamt eiginmanni sínum Christian Horner. Um stuðningsyfirlýsingu er að ræða að sögn erlendra miðla.

Lífið

Ekki al­veg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins.

Lífið

Hélt hann væri að missa skipið

„Ég sá í bakglugganum að það birti upp. Svo tek ég eftir því að það stendur eldstrókur upp úr skorsteininum. Stuttu seinna var eins og stæði eldsprengja út um loftristarnar. Mér brá mjög. Fyrsta hugsunin var; gátu nú endalokin ekki verið betri en þetta,“ segir Nikulás Halldórsson, fyrrum skipstjóri á Goðafossi, í nýjasta, og jafnframt síðasta, Útkallsþættinum.

Lífið

Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjós­endur Bashars kusu Heru

Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins.

Lífið

Ís­land fer niður um sæti hjá veð­bönkum

Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent.

Lífið

Ís­lenskur karlagönguhópur á Tenerife

Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp.

Lífið

Hleypur illu blóði í ná­grannana

Niðurgreiðslur vegna Eras tónleikaraðar bandarísku tónleikakonunnar Taylor Swift í Singapúr í þessari viku hafa hleypt illu blóði í nágranna borgarríkisins sem fá söngkonuna ekki í heimsókn.

Lífið

Gifti sig á Ís­landi og upp­götvaði gat á markaðnum

Hin bandaríska Ann Peters féll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins árið 2010. Röð atvika leiddi til þess að hún settist að hér á landi og í dag rekur hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda ferðamenn.

Lífið

Konur í at­vinnu­lífinu tóku skrefið

Góð stemming var á Sýnileikadegi FKA í vikunni en yfirskriftin á deginum í ár var „Taktu skrefið/take the leap“. Þetta var í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn og fór hann fram í Arion banka að þessu sinni.

Lífið