Lífið

Þór­dís Lóa brast í söng í pontu

Atli Ísleifsson skrifar
Þórdís Lóa er sjálf út söngelskri fjölskyldu en systir hennar er Eurovision-farinn Hera Björk Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa er sjálf út söngelskri fjölskyldu en systir hennar er Eurovision-farinn Hera Björk Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær.

Þórdís Lóa steig í pontu og söng þar fyrsta erindi lagsins Láttu þér líða vel með Stjórninni.

„Hlustaðu nú // reyndu að hafa bæði augun opin, // heimurinn er // aðeins meira en það sem flestir sjá.

Gefðu helst allt // sem þú getur til að njóta lífsins // gleymdu í bráð // því að erfitt er að komast hjá,“ söng Þórdís Lóa.

Eftir sönginn sagði Þórdís Lóa að ástæða þess að hún hafi sungið lagið væri að skýrsla sem var til umræðu væri frá árinu 1991, líkt og lagið.

Einnig hafi hún viljað nýta tækifærið og óska borgarfulltrúanum og tónlistarunnendanum Skúla Helgasyni til hamingju með afmælið en hann heldur upp á sextugsafmæli sitt síðar í mánuðinum.

Þórdís Lóa er sjálf út söngelskri fjölskyldu en systir hennar er Eurovision-farinn Hera Björk Þórhallsdóttir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.