Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Boði Logason skrifar 4. apríl 2025 10:36 Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Vísir Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í Gamla bíói í gærkvöldi. Hún var að taka þátt í annað skiptið og segir tilfinninguna æðislega. „Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan. Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan.
Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira