Lífið

Dreymir um að eiga Range Rover

„Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum.

Lífið

Hlátrarsköll á svartri kómedíu

Frumsýning gamanmyndarinnar, Top 10 möst, fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt.

Lífið

Yung Filly á­kærður fyrir nauðgun og líkams­á­rás

Breski tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Yung Filly hefur verið ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Filly var áður þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlum. Filly var handtekinn í Ástralíu eftir að kona sakaði hann um að hafa ráðist á sig á hótelherbergi í Perth.

Lífið

Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS

Í byrjun árs kom drengur í heiminn sem fékk nafnið Birnir Boði. Foreldrar hans eru þau Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson en móðurinn starfar sem markaðsstjóri hjá World Class og er einnig mjög þekkt samfélagsmiðla- og raunveruleikastjarna hér á landi.

Lífið

„Til­veran breyttist að ei­lífu til hins betra“

Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdarstýra Dineout, lýsir yfir ást sinni á kærasta sínum, Loga Geirssyni, fyrrum landsliðsmanni í handbolta og einkaþjálfara, í einlægri færslu á Instagram í tilefni 42 ára afmælis hans.

Lífið

Edda Sif og Vil­hjálmur eignuðust dreng

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson framleiðandi eignuðust dreng á dögunum. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

„Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“

„Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Lífið

Í vand­ræðum í Bláa lóninu

Ökumaður bíls komst í hann krappann á bílastæði Bláa lónsins í gær þegar bíll hans endaði úti í skurði. Bandarískur ferðamaður festi vandræðin á filmu.

Lífið

Halla í rán­dýrum kjól með Maríu og Frið­riki

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks.

Lífið

Geitin er risin fyrr en nokkru sinni

IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr.

Lífið

Sturlað augna­blik þegar af­mælis­barnið endaði uppi á borði

„Þessi dagur var í alla staði fullkominn. Gullfallegt veðrið gaf tóninn fyrir því sem varð að frábærri afmælisveislu,“ segir þúsundþjalasmiðurinn, handritshöfundurinn, hugmyndasmiðurinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal sem fagnaði um helgina stórafmæli sínu þegar hann varð fimmtíu ára.

Lífið

Geymdi lík sonar síns í tvo mánuði

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, geymdi lík sonar síns, Benjamin Keough tónlistarmanns, á heimili sínu í Calabasa í Kaliforníu, í tvo mánuði eftir andlát hans og hlúði á því. 

Lífið

Heyrði varla í bón­orðinu fyrir látum

„Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum.

Lífið

Sjóð­heitir og ein­hleypir inn í haustið

Haustið er mætt í allri sinni dýrð með gulum veðurviðvörunum og ljúfum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notalegheit ræður ríkjum. Þá er tíminn til að huga að ástinni. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi því tekið saman lista af einhleypum og sjóðheitum karlmönnum.

Lífið

Gullmoli í Giljalandi

Við Giljaland í Fossvogsdal er finna fallegt 235 fermetra raðhús. Húsið var byggt árið 1968 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Ásett verð er 172 milljónir.

Lífið

Hafi enn verið hreinn sveinn

Lisa Marie Presley segir að tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi sagt sér að hann væri hreinn sveinn þegar þau byrjuðu saman árið 1994. Hann var þá 35 ára en hún 25 ára. Jackson lést árið 2009.

Lífið