Lífið

Rebel Wilson hélt uppi fjörinu á BAFTA verðlaununum

BAFTA verðlaunin fóru fram í gær, sama kvöld og Critics choice verðlaunin voru haldin, það virtust þó vera nóg af stjörnum á báðum stöðum sem skörtuðu sínu allra besta á rauða dreglinum. Rebel Wilson stóð sig vel sem kynnir en þekkt er að hátíðin sé á alvarlegri nótunum og því erfitt að halda uppi góðu gríni.

Lífið

Justin Bieber óttast um eiginkonu sína Hailey

Hailey Bieber var lögð inn á spítala í síðustu viku vegna blóðtappa í heilanum og hefur eiginmaður hennar Justin Bieber varla getað sofið úr áhyggjum síðan. Henni heilsast vel í dag og vonandi er um einangrað atvik að ræða.

Lífið

Lífið þarf að vera spennandi áskorun

„Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju.

Lífið

Trylltur dans stiginn á Þorrablóti Vesturbæjar

Mörg hundruð manns skemmtu sér inn í nóttina í DHL-höllinni, íþróttahúsi KR-inga, á árlegu þorrablóti. Þrátt fyrir að til veislunnar hefði verið boðað með skömmum fyrirvara fjölmenntu Vesturbæingar og skemmtu sér konunglega.

Lífið

Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag

Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól.

Lífið

Engin bilun á sím­kerfum sem hafði á­hrif á úr­slitin

Úr­­slit Söngva­­keppni sjón­­varpsins í gær­­kvöldi komu mörgum á ó­­vart en þær Ey­þórs­­dætur lögðu Reykja­víkur­­dætur að velli í loka­ein­vígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að at­­kvæði hafi ekki skilað sér til Reykja­víkur­­dætra en for­svars­­menn keppninnar vísa því á bug.

Lífið

Reykja­víkur­dætur þakk­látar þrátt fyrir ó­sigur

Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar.

Lífið

Daði Freyr og Tusse í dómnefnd Söngvakeppninnar

Eurovision fararnir Daði Freyr og Tusse eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina fyrir úrslit Söngvakeppninnar en dómnefndin var kynnt í morgun. Báðir munu þeir einnig stíga á svið í kvöld en fimm lög keppa í úrslitunum. 

Lífið