Lífið

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.

Lífið

Glímukappinn gleymdi að segja frá skilnaðinum

Glímukappinn Hulk Hogan gerði aðdáendur sína heldur betur hissa þegar hann byrjaði að mæta á stefnumót með nýju kærustunni án þess að tilkynna um skilnaðinn sinn. Myndir af honum og kærustunni Sky Daily vöktu upp margar spurningar sem hann hefur nú svarað.

Lífið

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið

Mottumars er hafinn og forsetinn er kominn í sokkana

Mottumars hófst í dag en það er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim og í ár var engin undantekning á því.

Lífið

Átján mánaða vinna

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Hvaða bolla er best?

Landsmenn gæddu sér á bollum vítt og breitt um landið í dag - af öllum stærðum og gerðum. Við fórum á stúfana og skoðuðum helstu nýjungar.

Lífið

Ástralir senda raunveruleikaþátta stjörnu í Eurovision

Ástralir hafa valið Sheldon Riley sem fulltrúa sinn í Eurovision með lagið Not the Same sem hann samdi sjálfur. Sheldon sló fyrst í gegn í Ástralska The Voice og síðar í America's got talent global þar sem hann hlaut einróma já frá dómurunum. 

Lífið

„Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“

Leikkonan Helen Mirren hlaut í gær viðurkenningu á SAG verðlaununum fyrir ævistarf sitt í leiklistinni. Hún sló á létta strengi í ræðunni sinni og sagði allur hennar árangur væri möntrunni sinni að þakka en mantran er „Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“.

Lífið

Mikið gekk á í lokaþættinum

Lokaþátturinn af Blindum bakstri var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi og var þá eðlilega verkefnið að baka bollur, en í dag er jú bolludagurinn.

Lífið

Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars

„Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík.

Lífið

Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi

Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt.

Lífið

Brjálaðri af­léttinga­nótt en í fyrra

Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins.

Lífið

Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“

Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er.

Lífið