Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 07:50 Daníel prins og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Daníel heldur upp á fimmtugsafmæli sitt þann 15. september næstkomandi. EPA Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. „Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016. Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016.
Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira