Lífið

Lionel Messi kominn á Hvolsvöll

Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli.

Lífið

Megan Fox kyndir undir orðróm um sambandsslit

„Þú getur bragðað óheiðarleikann, hann umlykur andardrátt þinn,“ skrifar leikkonan Megan Fox við nýjustu mynd sína á Instagram. Hún hefur einnig eytt öllum Instagram-myndum af unnusta sínum, rapparanum Machine Gun Kelly, og þannig kynt rækilega undir orðróm um sambandsslit þeirra tveggja. 

Lífið

Gat ekki snúið til baka: „Ég var löngu búin með kvótann á sálinni“

Aníta Briem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona. Hún bjó lengst af í Los Angeles þar sem gylliboð voru á hverju strái. Þegar hún kom hingað til lands til þess að taka upp sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum síðan, fann hún hvernig Íslendingurinn innra með henni öskraði á hana.

Lífið

Bjóða fólki að senda ástarbréf frítt

Um helgina og fram á Valentínusardag, sem er næsta þriðjudag, verður sérstakur hjartapóstkassi staðsettur í Kringlunni þar sem fólk getur skrifað eldheita ástarkveðju og póstlagt frítt með Póstinum.

Lífið

Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra

Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar.

Lífið

„Ég held að engin móðir vilji nokkurn tímann upp­­lifa þetta“

„Það sem mér finnst sárast í þessu er þegar fólk talar í kringum þetta, og vill ekki ræða þetta, af því að það heldur að það sé að særa mig. En það er akkúrat öfugt,“ segir Harpa Þöll Gísladóttir sem varð fyrir miklu áfalli þegar Þröstur sonur hennar fæddist andvana á tuttugustu viku meðgöngu. Hún segir reynsluna hafa verið lífsmarkandi.

Lífið

Mysingur í skeið, kandís með kaffinu og allskonar ofan á brauð

Þau eru sem betur fer af ólíku tagi og misalvarleg hitamálin í þjóðfélagsumræðunni. Þó svo að eðlilega fari kannski mest fyrir veðurviðvörunum, verðhækkunum og verkalýðsbaráttu þessa dagana er algjör óþarfi að gleyma litlu hlutunum. Þessum litlu-stóru hlutum sem oft á tíðum geta skapað hressilegar og bráðnauðsynlegar umræður.

Lífið

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr býtum

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið

Kepp­endur Söngva­­keppninnar trylla leik­­skóla landsins

Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Lífið

Fann sjálfa sig eftir að hún kom út

Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum.

Lífið

Klæðir sig upp fyrir lyfjagjöfina

Símtalið sem enginn vill fá en alltof margir neyðast til að taka. Lífið er skyndilega breytt. Stóru málin verða allt í einu að algjöru aukaatriði. Baráttan er fram undan.

Lífið

Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekju­skarðinu

„Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Lífið

Endurtekur leikinn fyrir Píeta: „Í ár stefnum við bara enn hærra“

Tölvuleikjaspilarinn Rósa Björk stendur fyrir góðgerðarstreymi í sólarhring til styrktar Píeta samtakanna á morgun. Í fyrra safnaði hún 1,4 milljónum króna og stefnir enn hærra í ár með stútfullri dagskrá. Hún segir Píeta eiga sérstakan stað í hjarta hennar og stefnir á að þetta verði árlegur viðburður. 

Lífið

Iceland Guccidóttir komin í heiminn

Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018.

Lífið

Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“

„Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið.

Lífið

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið