„Ég get ekki gert upp á milli barna“ Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2024 17:07 Reynsluboltinn Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu í Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. „Ef ég gæti stöðvað þetta með því að fara ekki í Eurovision og héldi að það væri lykillinn, þá myndi ég gera það. En ég trúi því að með því að fara, séu meiri líkur á því að rödd heillar þjóðar heyrist. Við erum ósátt við þessa framgöngu,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og á þar við átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hera Björk mun þann 9. maí stíga á svið fyrir hönd Íslands á seinna kvöldi undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Hera Björk er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar sem heyra má hér. Með galopið hjartað Óhætt er að segja að Söngvakeppni Sjónvarpsins sé nú sú umdeildasta hingað til, en þar bar lagið sem Hera Björk söng, Scared of Heights, sigur úr býtum í bráðabana gegn laginu Wild West, sem Bashar Murad flutti. En það lag hafði sigrað sjálfa keppnina með nokkrum yfirburðum. Hera Björk hefur hlotið mikið umtal og gagnrýni fyrir að vilja taka þátt í sjálfri Eurovision keppninni. „Ég get alveg sagt það við fólk sem er að saka mig um að vera ekki með opið hjarta og ekki að sýna mildi að það er rangt, af því að ég er með galopið hjarta og það flæða inn í það allskonar tilfinningar, orka og tíðni. Það er það sem er að koma mér í gegnum þetta erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við. En ég mun láta þetta flæða til heimsins á sviðinu.“ Risaár hjá konum í Söngvakeppninni í ár Einar bendir á að það hafi algjörlega fallið í skugga annarar umræðu um Söngvakeppni Sjónvarpsons að aldrei hafi fleiri kvenlagahöfundar tekið þátt í ár. Meðal þeirra var höfundur framlags Íslands, Ásdís María Viðarsdóttir, verið höfundur tveggja laga. Hera Björk segir að í kringum Eurovision sé ávallt svo mikil gleði og gleði fylgi há tíðni. „Ef fólk er á lægri tíðni og meira í öðrum neikvæðari sterku tilfinningunum, þá er Eurovision ógeðslega pirrandi. Það er bara þetta mannlega eðli og það er ofsalega fyrirferðarmikið, en ofsalega gaman.“ Hera Björk á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, en móðir hennar er Hjördís Geirsdóttir, ein aðal sveitaballadrottningin á seinni hluta síðustu aldar. Hjördís verður áttræð í byrjun apríl og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi í næsta mánuði. Hera Björk segist ekki eiga roð í kraftinn og eljuna í móður sinni og lýsir sambandi þeirra skemmtilega í viðtalinu. Velgjörðarsendiherra í fimmtán ár Fáir vita líklega að Hera Björk er hefur verið velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa undanfarin 15 ár, eða síðan árið 2009 þegar hún keppti fyrst í Eurovision. Árið 2019 fór hún til Ísraels að skemmta, sem fyrrum keppandi, í aðdraganda stóru keppninnar í Tel Aviv. Hún heimsótti barnaþorp bæði í Nasaret í Ísrael og Betlehem í Palestínu. Það ár keppti Hatari fyrir Íslands hönd og Hera Björk var raddþjálfari liðsfólks hljómsveitarinnar í þeirri keppni. Tveir úr Hatara tóku þátt með Bashar Murad í keppninni í ár og Hera Björk segir að það hafi verið frábært að kynnast honum. „Bashar er hlýr og yndislegur og allir hinir keppendurnir. Þeim fannst gaman að tengja við mig og ég við þau.“ Hera Björk segir á hjartnæman hátt frá því í viðtalinu hjá Einari hvernig það gengur fyrr sig að vera velgjörðarsendiherra og við hvernig aðstæður börnin búa. „Við erum að tengja þessi börn við umheiminn og að láta þau vita að við séum að hugsa til þeirra. Beggja vegna eru björn að þjást. Ég get ekki gert upp á milli barna. Þau vilja bara að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar Hin 52 ára, reynslumikla Hera Björk, er að toppa sig enn og aftur. Hún sigraði í Söngvakeppninni árið 2009, sigraði næstum því í Danmörku síðar og svo í söngvakeppni í Chile. Hún hlakkar til að stíga á svið í maí og segir að allt ferlið sé búið að vera nokkurn veginn áreynslulaust, nema að sjálfsögðu umræðan. „Mér finnst ég vera sú sem ég var áður og þetta var svo borðleggjandi því ég fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar og Ásdís hafði svo mikla trú á mér. Ég er viss um að fullt af fólk sem á eftir að dilla sér í sófanum, því lagið er gott.“ Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Ef ég gæti stöðvað þetta með því að fara ekki í Eurovision og héldi að það væri lykillinn, þá myndi ég gera það. En ég trúi því að með því að fara, séu meiri líkur á því að rödd heillar þjóðar heyrist. Við erum ósátt við þessa framgöngu,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og á þar við átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hera Björk mun þann 9. maí stíga á svið fyrir hönd Íslands á seinna kvöldi undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Hera Björk er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar sem heyra má hér. Með galopið hjartað Óhætt er að segja að Söngvakeppni Sjónvarpsins sé nú sú umdeildasta hingað til, en þar bar lagið sem Hera Björk söng, Scared of Heights, sigur úr býtum í bráðabana gegn laginu Wild West, sem Bashar Murad flutti. En það lag hafði sigrað sjálfa keppnina með nokkrum yfirburðum. Hera Björk hefur hlotið mikið umtal og gagnrýni fyrir að vilja taka þátt í sjálfri Eurovision keppninni. „Ég get alveg sagt það við fólk sem er að saka mig um að vera ekki með opið hjarta og ekki að sýna mildi að það er rangt, af því að ég er með galopið hjarta og það flæða inn í það allskonar tilfinningar, orka og tíðni. Það er það sem er að koma mér í gegnum þetta erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við. En ég mun láta þetta flæða til heimsins á sviðinu.“ Risaár hjá konum í Söngvakeppninni í ár Einar bendir á að það hafi algjörlega fallið í skugga annarar umræðu um Söngvakeppni Sjónvarpsons að aldrei hafi fleiri kvenlagahöfundar tekið þátt í ár. Meðal þeirra var höfundur framlags Íslands, Ásdís María Viðarsdóttir, verið höfundur tveggja laga. Hera Björk segir að í kringum Eurovision sé ávallt svo mikil gleði og gleði fylgi há tíðni. „Ef fólk er á lægri tíðni og meira í öðrum neikvæðari sterku tilfinningunum, þá er Eurovision ógeðslega pirrandi. Það er bara þetta mannlega eðli og það er ofsalega fyrirferðarmikið, en ofsalega gaman.“ Hera Björk á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, en móðir hennar er Hjördís Geirsdóttir, ein aðal sveitaballadrottningin á seinni hluta síðustu aldar. Hjördís verður áttræð í byrjun apríl og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi í næsta mánuði. Hera Björk segist ekki eiga roð í kraftinn og eljuna í móður sinni og lýsir sambandi þeirra skemmtilega í viðtalinu. Velgjörðarsendiherra í fimmtán ár Fáir vita líklega að Hera Björk er hefur verið velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa undanfarin 15 ár, eða síðan árið 2009 þegar hún keppti fyrst í Eurovision. Árið 2019 fór hún til Ísraels að skemmta, sem fyrrum keppandi, í aðdraganda stóru keppninnar í Tel Aviv. Hún heimsótti barnaþorp bæði í Nasaret í Ísrael og Betlehem í Palestínu. Það ár keppti Hatari fyrir Íslands hönd og Hera Björk var raddþjálfari liðsfólks hljómsveitarinnar í þeirri keppni. Tveir úr Hatara tóku þátt með Bashar Murad í keppninni í ár og Hera Björk segir að það hafi verið frábært að kynnast honum. „Bashar er hlýr og yndislegur og allir hinir keppendurnir. Þeim fannst gaman að tengja við mig og ég við þau.“ Hera Björk segir á hjartnæman hátt frá því í viðtalinu hjá Einari hvernig það gengur fyrr sig að vera velgjörðarsendiherra og við hvernig aðstæður börnin búa. „Við erum að tengja þessi börn við umheiminn og að láta þau vita að við séum að hugsa til þeirra. Beggja vegna eru björn að þjást. Ég get ekki gert upp á milli barna. Þau vilja bara að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar Hin 52 ára, reynslumikla Hera Björk, er að toppa sig enn og aftur. Hún sigraði í Söngvakeppninni árið 2009, sigraði næstum því í Danmörku síðar og svo í söngvakeppni í Chile. Hún hlakkar til að stíga á svið í maí og segir að allt ferlið sé búið að vera nokkurn veginn áreynslulaust, nema að sjálfsögðu umræðan. „Mér finnst ég vera sú sem ég var áður og þetta var svo borðleggjandi því ég fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar og Ásdís hafði svo mikla trú á mér. Ég er viss um að fullt af fólk sem á eftir að dilla sér í sófanum, því lagið er gott.“
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira