Lífið

Lést viku eftir frum­sýningu Útkalls: „Hann var svo þakk­látur að fá að faðma bjargvættinn sinn“

„Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi.

Lífið

Þau fengu Ís­lensku bók­mennta­verð­launin

Steinunn Sigurðardóttir hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ból. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Gunnar Helgason og Rán Flygenryng hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa.

Lífið

„Ég get ekki meir“

„Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld.

Lífið

Í beinni: Dregið í undanriðla Euro­vision 2024

Dregið verður um það í dag í hvaða röð fulltrúar þátttökuþjóða í Eurovision stíga á svið í undankeppnunum tveimur, á þriðjudagskvöldinu og fimmtudagskvöldinu í Malmö í maí. Drátturinn hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma.

Lífið

Gætir jafn­vægis milli vinnu og tíma með strákunum í Brasilíu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, dvelur yfir vetrarmánuðina á suðrænum slóðum í Rio de Janeiro. Hann segist vinna mikið í Brasilíu en dvöl hans ytra snýst ekki aðeins um vinnu heldur leyfir hann sér líka að slaka á og njóta í góðum félagsskap.

Lífið

Eiður Smári nýtur lífsins í Taí­landi

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er meðal fjölmargra Íslendinga sem nýtir tækifærið yfir háveturinn og leitar í sól og sumaryl. Hann skellir sér þó ekki til Tenerife eins og flestir heldur nýtur hann lífsins í Taílandi.

Lífið

Atli Már og Katla til­kynna kynið

Atli Már Steinarsson útvarpsmaður á RÚV og sambýliskona hans, Katla Ómarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Katla tilkynnti í færslu á samfélagsmiðlum á dögunum að von væri á stúlku.

Lífið

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Lífið

Bríet táraðist

Í Idol-keppni föstudagskvöldsins var kvikmynda- og sjónvarpsþáttaþema og áttu keppendur að velja sér lag úr þeim flokki.

Lífið

Klökknar enn við til­hugsun um fjöl­skylduna sem bjargaði honum

Kristján Gíslason segist hafa lært að fólk sé gott og heimurinn sé fallegur staður eftir að hafa farið einn á mótorhjóli hringinn í kringum hnöttinn og svo í gegnum alla Afríku. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist gjörbreyttur maður eftir að hafa flakkað um allan heim einn síns liðs á mótorhjólinu.

Lífið

Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum

Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum.

Lífið