Lífið

Einn frægasti krókódíll í heimi allur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Burt á setti árið 1986 með Paul Hogan.
Burt á setti árið 1986 með Paul Hogan. Paramount

Einn frægasti krókódíll í heimi, ástralski krókódíllinn Burt sem fór með hlutverk í kvikmyndinni Crocodile Dundee er allur. Talið er að hann hafi verið yfir níutíu ára gamall.

Umönnunarfólk hans í dýragarðinum Crocosaurus Cove tilkynntu að skepnan hefði drepist en Burt hefur búið í garðinum síðan árið 2008. Fram kemur í tilkynningu dýragarðsins að Burt hafi verið fangaður á níunda áratugnum í Reynolds á, nyrst í Ástralíu. 

Árið 1986 kom Burt svo fram í kvikmyndinni um ástralska krókódílaveiðimanninn með Paul Hogan í aðalhlutverki. Forsvarsmenn dýragarðsins segja Burt alla tíð hafa verið sjálfstæðan einstakling sem alla sína tíð hafi verið einfari með alvöru skap.

„Hann var einstakur. Hann var ekki bara krókódíll, hann var náttúruafl og áminning um ótrúlegt afl þessara mögnuðu skepna,“ segir í yfirlýsingunni frá dýragarðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.