Körfubolti

„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“

Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. 

Körfubolti

„Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur eftir níu stiga sigur gegn Stjörnunni í 12. umferð Subway-deildar karla. Njarðvík náði mest yfir 20 stiga forystu en bauð Stjörnunni upp í dans í á lokakaflanum og komust heimamenn í Stjörnunni yfir í Umhyggjuhöllinni. Njarðvíkurliðið reyndist þó sterkara liðið á svellinu undir lokin og landaði sigri.

Körfubolti

„Mér hefur aldrei liðið jafn­vel og í dag“

Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli.

Körfubolti

„Fannst þér við al­veg ömur­legir?“

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir.

Körfubolti

„Er afar þakk­lát“

Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik varð íslenskur ríkisborgari nú í desember. Hún segir það mikinn heiður að hafa verið veittur ríkisborgararéttur. 

Körfubolti