Körfubolti

„Erum að gera þetta fyrir sam­fé­lagið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Helgi hefur trú á að liðið geti farið alla leið.
Haukur Helgi hefur trú á að liðið geti farið alla leið.

Haukur Helgi Pálsson leiddi sitt lið til sigurs gegn Njarðvík í leik tvö í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í gærkvöldi þegar liðið vann 107-96 í Kaldalónshöllinni í gærkvöldi.

Haukur skoraði 22 stig og fór fyrir liðinu inni á vellinum, sem leiðtogi liðsins.

Hann kom í settið í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

„Við erum bara að reyna smíða smá stemningu hérna. Við hikstum aðeins í byrjun tímabilsins og allir að tala eitthvað um að við værum ekki alveg með þetta. Við vorum að tapa þessum jöfnu leikjum en við erum bara á vegferð og erum bara á réttum stað núna,“ segir Haukur Helgi og heldur áfram.

„Mér líður mjög vel og mér líður eins og við séum með svör inni á vellinum. Við erum að spila vel saman og við erum að spila fyrir eitthvað, ekki bara einhvern einn leik, eitthvað stærra. Þetta er fyrir samfélagið og það er fleira og fleira fólk að koma inn í þetta. Þetta er að verða stærri klúbbur og fólkið í kringum allt hérna trúir á þetta og það er mikil trú í öllu samfélaginu.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Hauk í heild sinni þar sem hann fer yfir leik gærkvöldsins og fleira með þeim Pavel Ermoljinski og Ómari Erni Sævarssyni.

Klippa: Erum að gera þetta fyrir samfélagið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×