„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:15 Kjartan Atli Kjartansson greinir stöðuna í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira