Körfubolti

„Ég er ekki til­búinn að horfa upp á svona vit­leysu meir“

Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim.

Körfubolti

Stóru dagarnir sem breyttu Garða­bæ í körfuboltabæ

Garðabær á heldur betur sviðið í kvöld þegar fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögunni fer fram í Umhyggjuhyggjuhöllinni. Það er von á fullt af fólki og flottum leik þegar Stjarnan tekur á móti Álftanesi í lokaleik níundu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta.

Körfubolti

„Alls konar lið að kalla mig lú­ser“

Haukar voru án sigurs í síðustu fjórum leikjum þegar Höttur kom í heimsókn í níundu umferð Subway-deildarinnar. Haukar unnu leikinn með átta stigum, 93-85, og færast því fjær fallpakkanum og nær sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti

Njarð­vík sendir Martin heim

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að senda Tynice Martin heim og hún mun því ekki spila meira með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Körfubolti

Stólarnir óttast ekki dóms­­mál: „Eru með tapað mál í höndunum“

For­­­maður körfu­knatt­­­leiks­­­deildar Tinda­­­stóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kós­ó­vó þess efnis að fara með mál, tengt fé­lags­­skiptum Banda­­­ríkja­­­mannsins Jacob Call­oway til Tinda­stóls, fyrir dóm­­­stóla. Call­oway er mættur á Sauð­ár­krók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfu­­­bolta­­­ferli.

Körfubolti