Körfubolti

Deandre Kane á­fram með Grind­víkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deandre Kane var frábær með Grindavík í úrslitakeppninni.
Deandre Kane var frábær með Grindavík í úrslitakeppninni. Vísir/Guðmundur

Bandaríski körfuboltamaðurinn með ungverska vegabréfið ætlar að spila áfram með Grindvíkingum í Bónus deildinni í körfubolta.

Deandre Kane hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Grindvíkinga í kvöld og eru frábærar fréttir fyrir þá gulu.

Kane var frábær í úrslitakeppninni í ár þar sem Grindvíkingar duttu út eftir oddaleik á móti Stjörnunni í undanúrslitum.

Kane hefur lofað því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með Grindavík og ætlar ekki að hlaupa frá þeirri yfirlýsingu.

Það sannar hann með því að framlengja við Grindvíkinga sem eru góðar fréttir fyrir liðið.

Kane var með 22,0 stig, 10,6 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni í ár. Þá má ekki gleyma framlagi hans í varnarleiknum enda líklegast besti varnarmaður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×