Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2025 12:01 Mikil spenna ríkir fyrir oddaleik Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta í kvöld Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur. „Þetta leggst vel í mig. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að taka þátt í leik fimm. Ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessu,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild en eftir mikinn spennu trylli í leik fjögur í Smáranum, þar sem að Grindavík átti magnaða endurkomu hefur Baldur fengið tíma til að melta hlutina. „Þetta var kannski bara í takt við seríuna. Við erum búnir að taka einn svona leik á móti þeim, höfum unnið einn leik þar sem að við vorum betri aðilinn og þeir svo sömuleiðis. Þetta er búið að vera frekar mikið stál í stál allan tímann. Þetta er úrslitakeppnin og það getur allt gerst í þessu. Það er hægt að segja ef og hefði, hitt og þetta, með þennan leik en maður er með einbeitinguna á leiknum í kvöld.“ Stjarnan virtist vera með leik fjögur undir öruggri stjórn og sæti í úrslitum Bónus deildarinnar innan seilingar en Grindvíkingar fundu leik til baka og knúðu fram oddaleik kvöldsins. Mætti telja að um högg hafi verið að ræða fyrir Stjörnumenn sem höfðu leikinn í höndum sér. Hvernig hefur verið að rífa menn upp eftir leik fjögur í Smáranum? „Það gerist svolítið af sjálfu sér. Þegar að öllu er á botninn hvolft eru allir þeir leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppninni í dag eru búnir að vera það lengi að spila körfubolta að það að tapa leikjum gefur þér ákveðna hvatningu. Þú vilt bara stíga upp og bæta þig, gera betur. Við höfum séð allt í þessari úrslitakeppni og það er ein af ástæðunum fyrir því að stundum vinnast bara leikir á útivelli því þá er liðið alltaf að svara hinu liðinu. Við erum bara spenntir fyrir því að taka þátt í leik fimm og lítum á það sem forréttindi að fá að upplifa þannig leik.“ Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum í StjörnunniVísir/Guðmundur Oddaleikurinn í Garðabænum í kvöld, Stjarnan á heimavelli og hefur leitt einvígið. Er pressan á ykkur? „Þú ert náttúrulega að spila á móti tveimur NBA leikmönnum hinu megin. Pressan er auðvitað bara á öllum sem taka þátt í leiknum. Við höfum sett pressu á okkur frá degi eitt, við erum með gott lið og það er góður andi. Við hreyfum boltann vel, vinnum vel saman en verkefnið er erfitt á sama tíma. Við verðum að vera mjög góðir til að vinna þá. Það eru rosaleg einstaklingsgæði sem við erum að eiga við og ég hef ekki þurft að eiga oft við á Íslandi áður. Þetta er bara mikil áskorun. Allir leikirnir eru búnir að vera rosalega mikið stál í stál og ég reikna með því partýi áfram.“ Hver hefur áherslan verið hjá þér milli leikja? „Í fyrsta lagi er bara svo stutt á milli leikja að einbeitingin hefur verið á endurheimt. Annars held ég að þemað í seríunni hjá báðum liðum hefur verið reyna finna eitthvað út úr þessum varnarleik. Það er alltaf verið að skora eitthvað í kringum hundrað stig, bæði lið, í öllum leikjunum. Það fer ekkert á milli mála að við höfum svo verið að ströggla með DeAndre Kane og Jeremy Pargo og það sem að þeir ná að búa til. Á sama tíma er Grindavík að ströggla með boltahreyfingu hjá okkur, screen frá boltanum og hraðar sóknir. Þemað er búið að vera allan tímann á þá leið að liðin eru ekkert búin að ná tökum á þessu einhvern veginn. Þetta er bara búið að vera þemað frá leik eitt. Ég býst bara við stál í stál í kvöld. Svo dettur þetta öðru hvoru megin.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir 19:15. Upphitun með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að taka þátt í leik fimm. Ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessu,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild en eftir mikinn spennu trylli í leik fjögur í Smáranum, þar sem að Grindavík átti magnaða endurkomu hefur Baldur fengið tíma til að melta hlutina. „Þetta var kannski bara í takt við seríuna. Við erum búnir að taka einn svona leik á móti þeim, höfum unnið einn leik þar sem að við vorum betri aðilinn og þeir svo sömuleiðis. Þetta er búið að vera frekar mikið stál í stál allan tímann. Þetta er úrslitakeppnin og það getur allt gerst í þessu. Það er hægt að segja ef og hefði, hitt og þetta, með þennan leik en maður er með einbeitinguna á leiknum í kvöld.“ Stjarnan virtist vera með leik fjögur undir öruggri stjórn og sæti í úrslitum Bónus deildarinnar innan seilingar en Grindvíkingar fundu leik til baka og knúðu fram oddaleik kvöldsins. Mætti telja að um högg hafi verið að ræða fyrir Stjörnumenn sem höfðu leikinn í höndum sér. Hvernig hefur verið að rífa menn upp eftir leik fjögur í Smáranum? „Það gerist svolítið af sjálfu sér. Þegar að öllu er á botninn hvolft eru allir þeir leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppninni í dag eru búnir að vera það lengi að spila körfubolta að það að tapa leikjum gefur þér ákveðna hvatningu. Þú vilt bara stíga upp og bæta þig, gera betur. Við höfum séð allt í þessari úrslitakeppni og það er ein af ástæðunum fyrir því að stundum vinnast bara leikir á útivelli því þá er liðið alltaf að svara hinu liðinu. Við erum bara spenntir fyrir því að taka þátt í leik fimm og lítum á það sem forréttindi að fá að upplifa þannig leik.“ Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum í StjörnunniVísir/Guðmundur Oddaleikurinn í Garðabænum í kvöld, Stjarnan á heimavelli og hefur leitt einvígið. Er pressan á ykkur? „Þú ert náttúrulega að spila á móti tveimur NBA leikmönnum hinu megin. Pressan er auðvitað bara á öllum sem taka þátt í leiknum. Við höfum sett pressu á okkur frá degi eitt, við erum með gott lið og það er góður andi. Við hreyfum boltann vel, vinnum vel saman en verkefnið er erfitt á sama tíma. Við verðum að vera mjög góðir til að vinna þá. Það eru rosaleg einstaklingsgæði sem við erum að eiga við og ég hef ekki þurft að eiga oft við á Íslandi áður. Þetta er bara mikil áskorun. Allir leikirnir eru búnir að vera rosalega mikið stál í stál og ég reikna með því partýi áfram.“ Hver hefur áherslan verið hjá þér milli leikja? „Í fyrsta lagi er bara svo stutt á milli leikja að einbeitingin hefur verið á endurheimt. Annars held ég að þemað í seríunni hjá báðum liðum hefur verið reyna finna eitthvað út úr þessum varnarleik. Það er alltaf verið að skora eitthvað í kringum hundrað stig, bæði lið, í öllum leikjunum. Það fer ekkert á milli mála að við höfum svo verið að ströggla með DeAndre Kane og Jeremy Pargo og það sem að þeir ná að búa til. Á sama tíma er Grindavík að ströggla með boltahreyfingu hjá okkur, screen frá boltanum og hraðar sóknir. Þemað er búið að vera allan tímann á þá leið að liðin eru ekkert búin að ná tökum á þessu einhvern veginn. Þetta er bara búið að vera þemað frá leik eitt. Ég býst bara við stál í stál í kvöld. Svo dettur þetta öðru hvoru megin.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir 19:15. Upphitun með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira