Körfubolti

Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni

LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega

Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47.

Körfubolti

Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn

Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

Körfubolti

Jordan til ÍR-inga í körfunni

ÍR-ingar bæta við nýjum erlendum leikmanni í hverri viku um þessar mundir en Jordan Semple hefur fengið félagsskipti yfir í karlalið ÍR í Subway-deildinni.

Körfubolti

Enn ein endurkoman hjá galdramönnunum

Washington Wizards vann enn einn sigurinn í NBA deildinni í nótt en liðið hefur nú unnið ellefu leiki og tapað fimm og situr í öðru sæti í Austurdeildinni. Í Vesturdeildinni komust Utah Jazz upp í þriðja sætið með sigri á Sacramento Kings.

Körfubolti

Lakers skellt í Baunaborginni í nótt

Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. 

Körfubolti