Íslenski boltinn

Breyttar fjölskylduaðstæður vógu þyngst
Aron Bjarnason sneri nýverið heim úr atvinnumennsku og samdi við Breiðablik fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Það var smá bras að losa sig frá liði hans erlendis en hann var ákveðinn í heimför.

KR-ingar skoruðu fimm mörk hjá Val og byrja vel undir stjórn Ryder
KR vann 5-2 sigur á Val í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í dag en leikurinn fór fram á mjög óvenjulegum tíma eða klukkan 11.00 á virkum degi.

Rosenörn semur við Stjörnuna
Markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur samið við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningurinn gildir út tímabilið 2026.

Fram heldur áfram að smíða nýja vörn
Fram hefur staðfest komu Þorra Stefáns Þorbjörnssonar á láni frá Lyngby í Danmörku. Hann mun leika með Frömmurum í Bestu deildinni í sumar.

Ólöf Sigríður skrifar undir samning við Breiðablik
Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna.

Murielle frá Króknum í Grafarholt
Markadrottningin Murielle Tiernan hefur ákveðið færa sig um set og mun spila með Fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar frekar en í Bestu deildinni með Tindastóli. Frá þessu greindi Fram á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Alex Þór í KR
Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson hefur samið við KR. Hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með Öster í Svíþjóð.

Ída Marín í Hafnarfjörðinn
Ída Marín Hermannsdóttir hefur samið við FH og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hennar er til tveggja ára.

Aron Bjarnason í Breiðablik
Aron Bjarnason er kominn aftur heim til Íslands og hefur samið við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta.

Valur sækir varnarmanninn Jakob Franz
Jakob Franz Pálsson hefur gengið frá fjögurra ára samning við Val í Bestu deild karla. Hann kemur til félagsins frá Venezia á Ítalíu en eyddi síðasta tímabili á láni hjá KR.

„Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða“
„Mér líst bara mjög vel á þetta. Hrikalega spenntur að vera kominn heim, var að hitta strákana í dag, geggjaður hópur sem tók vel á móti mér og er bara spenntur að byrja,“ sagði Aron Sigurðarson, nýjasti leikmaður KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir að vistaskiptin voru staðfest.

Segja Aron vera að ganga í raðir Breiðabliks
Vængmaðurinn Aron Bjarnason mun að öllum líkindum spila með Breiðabliki í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann lék á sínum tíma 69 leiki fyrir félagið.

Hanna frá Val í FH
FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

KR-ingar ná sér í feitan bita á markaðnum: „Erum í skýjunum“
Aron Sigurðarson hefur ákveðið að koma heim úr atvinnumennsku og ganga til liðs við KR í Bestu deild karla í fótbolta.

Klara Bjartmarz lætur af störfum sem framkvæmdastjóri KSÍ
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok febrúarmánaðar og hverfur til annarra starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands þann 1. mars.

Þorri Stefán sagður á leið í Fram
Fótboltamaðurinn ungi, Þorri Stefán Þorbjörnsson, gæti verið á leið til Fram á láni frá Lyngby.

„Við megum ekki sitja eftir“
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Settur í fjölmiðlabann tvítugur: Vonandi búinn að þroskast eitthvað
Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina þegar hann samdi við uppeldisfélagið á nýjan leik. Fleiri lið úr Bestu deild karla í fótbolta höfðu áhuga á að semja við hann.

Elfsborg staðfestir kaupin á Eggerti Aroni
Sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg hefur keypt Eggert Aron Guðmundsson, besta unga leikmann Bestu deildarinnar 2023, frá Stjörnunni.

Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ
Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði.

Segja Eggert Aron búinn í læknisskoðun hjá Elfsborg
Það stefnir allt í að Stjarnan missi einn sinn besta leikmann til Svíþjóðar en Eggert Aron Guðmundsson ku vera á leið frá félaginu.

Sex systur á skýrslu hjá Víkingi
Hvorki fleiri né færri en sex systur komu við sögu hjá Víkingi í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í gær.

Íslandsmeistararnir fá öflugan liðsstyrk
Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar 2022, er farin frá Stjörnunni og hefur skrifað undir hjá Íslandsmeisturum Vals.

Víkingur vann meðan Fjölnir og Leiknir skildu jöfn
Undirbúningstímabil íslenskra knattspyrnuliða fyrir komandi átök í sumar hófst af alvöru með fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins í dag.

Böðvar Böðvarsson snúinn aftur til FH
Böðvar Böðvarsson, eða Böddi Löpp eins og hann er iðulega kallaður, hefur ákveðið að snúa aftur til sinna heimahaga í Hafnarfirði og skrifaði undir fjögurra ára samning við FH.

Klefinn frægi í Víkinni endurnýjaður
Gestaliðin sem sækja Víkinga heima í Bestu-deildinni í ár geta nú loks andað léttar en alræmdur gestaklefinn í Víkinni hefur nú verið tekinn í gegn með glans.

Íslenska fótboltaárið hefst á morgun
Keppni í Þungavigtarbikarnum í fótbolta hefst á morgun en á mótinu spila fimm lið sem verða í Bestu deildinni í sumar, auk Aftureldingar sem var einum sigri frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra.

FH-ingar óska eftir hjálp við að velja besta lið sögunnar
FH-ingar minnast þess í ár að þá verða tuttugu ár liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í meistaraflokki karla í fótbolta.

Loksins laus úr vítahringnum
Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili.

Helena í Valstreyju þegar hún snýr aftur
Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára í fótbolta kvenna, Valsarar, hafa tryggt sér krafta Helenu Óskar Hálfdánardóttur næstu tvö árin. Hún kemur til félagsins frá helstu keppinautunum í Breiðabliki.