Íslenski boltinn

Rétt gíraður Eiður sé einn besti haf­sent landsins

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari ný­liða Vestra í Bestu deild karla í fót­­bolta segir nýjasta leik­mann liðsins. Reynslu­­boltann Eið Aron Sigur­björns­­son, vera þá týpu af leik­manni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög móti­veraður fyrir komandi tíma­bili með Vest­­firðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta haf­­sent deildarinnar.

Íslenski boltinn

„Erum bara á flottum stað miðað við árs­tíma“

Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn

Vestri stein­lá í fyrsta leik Eiðs Arons

Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn

„Það breytti al­veg planinu“

Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á.

Íslenski boltinn

Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar

Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Íslenski boltinn

Dreymir um hita­lagnir og höll

Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Íslenski boltinn

Kröfurnar um titil minnki klár­­lega ekki með inn­komu Gylfa

Arnar Grétars­son, þjálfari Vals, er þakk­látur fólkinu í knatt­spyrnu­deild fé­lagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðs­syni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á á­kveðinni per­sónu­legri veg­ferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klár­lega ekki með inn­komu Gylfa Þórs.

Íslenski boltinn