Innherji
Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum
Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.
Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld
Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.
Seðlabankinn beitir enn inngripum til að hægja á stöðugri hækkun krónunnar
Ekkert lát er á áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar, sem hefur hækkað um meðal annars meira en 3 prósent gagnvart evrunni frá áramótum, en Seðlabanki Íslands beitti gjaldeyrisinngripum fyrr í dag – í þriðja sinn á þessu ári – í því skyni að reyna að hægja á henni.
Eigandi Nespresso á Íslandi keypti vænan hlut í Controlant
Fjárfestingafélagið Adira ehf, sem er aðaleigandi Nespresso á Íslandi og stærsti hluthafi hugbúnaðarfyrirtækisins Wise, er einn af 60 nýjum hluthöfum tæknifyrirtækisins Controlant. Þetta kemur fram á hluthafalista Controlant sem Innherji hefur undir höndum.
Stærsti hluthafinn bætir við sig í Kviku fyrir um milljarð
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti hluthafinn í Kviku, stækkaði stöðu sína í bankanum í nýliðnum mánuði þegar hann keypti samanlagt 35 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir rúmlega 0,7 prósenta eignarhlut.
Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust
Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent.
Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant
Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum.
Íslenski markaðurinn ódýr, einkum ef Marel er tekið út fyrir sviga
Sé litið á helstu verðkennitölur íslenska hlutabréfamarkaðarins þá eru þær nokkuð lægri borið saman við helstu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta á einkum við ef Marel, langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni hér á landi, er undanskilið í slíkum samanburði.
Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur
Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.
Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna?
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu.
PLAY boðar lægsta verðið til New York, spara milljónir dala á lítt þekktum velli
Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York.
Lárus Welding orðinn stjórnarformaður Þingvangs
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur tekið sæti í stjórn Þingvangs, sem er eitt stærsta byggingarfélag landsins, og gegnir þar stöðu stjórnarformanns.
Krónan fram úr Bónus í fyrsta sinn og Boozt kom inn með látum
Bónus var með 30,9 prósent markaðshlutdeild á matvörumarkaði árið 2021 og Krónan var með 28,3 prósent hlutdeild sé litið yfir allt árið í fyrra. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn í apríl 2021 að Krónan tók fram úr Bónus á þessum markaði.
Daði kveður Fossa til að stýra nýjum sjóði sem fjárfestir í rafmyntum
Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.
Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar
Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.
Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu
Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum.
Dagur í lífi Diljár: Fjölbreyttir dagar og með spikfeitan reikning í minningarbankanum
Diljá Ámundadóttir borgarfulltrúi Viðreisnar byrjar dagana snemma á því að dansa með dóttur sinni, Lunu.
Ásdís hættir hjá SA og vill verða bæjarstjóri
Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu
Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja.
Bankið í ofninum: Gefur einhver kynlífstæki?
Þegar eftirlitsiðnaðurinn er annarsvegar, þá getur velvild eins skapað öðrum vesen. Þannig var um unga konu í Noregi sem ætlaði að gleðja vinkonu sína á Íslandi með því að gefa henni kynlífstæki í afmælisgjöf.
Nefco eignast hlut í banka Margeirs í Úkraínu
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nefco) hefur eignast tæplega 14 prósenta hlut í úkraínska bankanum Bank Lviv, sem er að stórum hluta í eigu Margeirs Péturssonar, stórmeistara í skák og stofnanda MP banka.
Ekki útilokað að Seðlabankinn hækki vexti um 1 prósentu í einu vetfangi
Ekki er útilokað að Seðlabanki Íslands ákveði að hækka stýrivexti um 1 prósentu á næsta vaxtaákvörðunarfundi í febrúar. Verðbólgumælingin fyrir janúar var mikið frávik í sögulegu samhengi og undirliggjandi verðbólguþrýstingur er umtalsverður. Þetta segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta.
Umboðsádrepa
Umboðsskylda stjórna lífeyrissjóða er vel skilgreind að mínu mati og mér þykir það miður að Ársæll telji að í fjárfestingastefnu Birtu felist blönduð áform og umboðsvandi. Fjárfestingastefna Birtu er skrifuð fyrir sjóðfélaga, til að kalla fram umræðu og það er sjálfstætt fagnaðarefni að hún skuli vera í kastljósinu.
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.
Gjöfult ár fyrir vogunarsjóði sem skiluðu margir yfir 50 prósenta ávöxtun
Ávöxtun flestra íslenskra vogunarsjóða, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í verðbréfum margfalt, var umtalsvert betri í fyrra en á árinu 2020 í umhverfi þar sem markaðsaðstæður einkenndust af miklum verðhækkunum hlutabréfa flestra félaga í Kauphöllinni.
Vandinn á fasteignamarkaði verður ekki leystur með aðeins vaxtahækkunum
Vandi fasteignamarkaðarins hér á landi verður ekki leystur með vaxtahækkunum Seðlabankans þótt líklega muni það leiða til þess að „menn rói sig aðeins“ og meiri ró komist yfir markaðinn.
Fortuna Invest vikunnar: Hversu vel fylgist þú með viðskiptafréttum?
Í þessari viku tekur tríóið stöðuna á lesendum Innherja varðandi fjármálamarkaðinn og viðskiptafréttir vikunnar.
Þorsteinn snýr aftur í leikjabransann með Rocky Road sem landaði 300 milljónum
Hið íslenska tölvuleikjafyrirtæki Rocky Road hefur lokið fyrsta áfanga fjármögnunar upp á tvær og hálfa milljón Bandaríkjadala sem jafngildir 326 milljónum íslenskra króna.
Metinnflæði í hlutabréfasjóði drifið áfram af fjárfestingum almennings
Ekkert lát var á stöðugu innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á síðasta mánuði ársins 2021 en þá námu fjárfestingar í slíkum sjóðum, að frádregnu útflæði, tæplega 2,4 milljörðum króna.
Óvissa um þróun fasteignamarkaðarins sjaldan verið meiri
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er orðið hátt á alla hagræna mælikvarða. Í árslok 2021 var verðið með tilliti til launa landsmanna og fjármagnskostnaðar rúmlega einu prósenti hærra en það hefur verið að meðaltali undanfarin tíu ár.