Innherji
Telst það innherjasvik að vera á undan öðrum þegar innherjaupplýsingar hafa verið birtar?
Löggjöf um verðbréfamarkaði bannar aðilum sem búa yfir betri upplýsingum á markaði að notfæra sér þetta forskot á kostnað annarra á markaðinum. En löggjöfinni er ekki ætlað að draga úr samkeppni á markaði með því að banna fjárfestum að vera hugmyndaríkir í því að nálgast opinberar upplýsingar með lögmætum hætti.
Raforkuverð til Rio Tinto á Íslandi hækkar vegna verðbólgu í Bandaríkjunum
Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum.
Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum
Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum.
Voru „ekki augljós tækifæri“ að nýta söluhagnað Mílu í fjárfestingar erlendis
Forstjóri Símans segir að það hafi verið kannað gaumgæfilega hvort það væru fyrir hendi ákjósanlegir fjárfestingarkostir erlendis til að nýta að hluta þá miklu fjármuni sem félagið fékk við söluna á Mílu. Svo hafi ekki verið og því ákveðið að greiða þá alla út til hluthafa en félagið hafi ekki viljað vera „yfirfjármagnað“ nema að fyrir lægju skýr markmið um hvað ætti að gera við þá fjármuni.
FME gerir lægri eiginfjárkröfu til Kviku en hinna bankanna
Heildareiginfjárkrafa sem fjármálaeftirlit Seðlabankans gerir til Kviku verður nokkru lægri en krafan á stóru viðskiptabankana þrjá ef fram fer sem horfir. Munurinn liggur einkum í því að stóru viðskiptabankarnir þrír fá tveggja prósentustiga auka álag vegna þess að þeir eru taldir kerfislega mikilvægir. Kvika hækkaði verulega á hlutabréfamarkaði eftir tíðindin.
Spakur Invest naut góðs af styrkingu Bandaríkjadals
Ágjöf á fjármálamörkuðum vegna óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi hefur leitt þess að hlutabréfasjóðir, innlendir sem erlendir, hafa skilað tapi að undanförnu. Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem fjárfestir einkum í bandarískum hlutabréfum, státaði af skástu ávöxtun allra innlendra hlutabréfasjóða sem fjárfesta aðeins erlendis. Ávöxtun sjóðanna frá áramótum var neikvæð um 13 til 31 prósent. Á sama tíma lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 27 prósent.
Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði
Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir.
Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða
SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum.
Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu
Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja.
Innlán fyrirtækja tóku yfir 40 milljarða króna stökk í einum mánuði
Umfang innlána atvinnufyrirtækja í viðskiptabönkunum jókst um rúmlega 40 milljarða króna í september, eða um heil sex prósent á milli mánaða. Líklegt má telja að þar muni mikið um stóra greiðslu til Símans vegna sölunnar á Mílu á síðasta degi septembermánaðar en verulegur vöxtur hefur verið í innlánum fyrirtækja allt frá vormánuðum síðasta árs.
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins.
Spá því að hagnaður bankanna minnki talsvert þrátt fyrir auknar vaxtatekjur
Útlit er fyrir að afkoma stóru bankanna tveggja sem skráðir eru á hlutabréfamarkað muni dragast umtalsvert saman á þriðja ársfjórðungi eða um 16 til 29 prósent. Samdrátturinn mun eiga sér stað þrátt fyrir að vaxtatekjur muni aukast verulega vegna hærra vaxtastigs og aukinna útlána.
Áforma að bjóða fjárfestum að kaupa allt að 40 prósenta hlut í Ljósleiðaranum
Stjórn Ljósleiðarans, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur samþykkt að auka hlutafé félagsins þar sem stefnt er að því að selja hina nýju hluti til utanaðkomandi fjárfesta. Gert er ráð fyrir að eignarhlutur Orkuveitunnar verði ekki minni en 60 prósent að loknu hlutafjárútboðinu.
Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára
Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði
Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna.
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot
Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.
Vikan framundan: Níu skráð félög birta uppgjör vegna þriðja ársfjórðungs
Uppgjör skráðra félaga fyrir þriðja fjórðung yfirstandandi árs halda áfram að birtast þessa dagana. Alls munu níu skráð félög birta uppgjör í vikunni. Síminn heldur hluthafafund á miðvikudag þar sem fyrir liggur tillaga stjórnar félagsins um ráðstöfun söluhagnaðar Mílu.
Verðlagning flestra félaga komin undir langtímameðaltal eftir miklar lækkanir
Hlutabréfaverð hérlendis og alþjóðlega hefur lækkað skarpt á einu ári. Sjóðstjóri segir að V/H hlutfall flestra félaga á Aðallista í Kauphöllinni sé komið undir langtímameðaltal, en flest fyrirtækin hafa lækkað talsvert á þennan mælikvarða sem gefur til kynna að þau séu ódýrari en fyrir einu ári, samkvæmt samantekt Innherja.
VÍS hefur minnkað vægi skráðra hlutabréfa um nærri þriðjung
Tryggingafélagið VÍS hefur á síðustu misserum minnkað verulega um stöður sínar í skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni samtímis versnandi árferði á hlutabréfamörkuðum. Tvær stærstu fjárfestingareignir félagsins eru í dag eignarhlutir í óskráðum félögum.
Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði.
Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“
Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir.
Lífeyrissjóðir þurfa að „taka á sig högg“ vegna slita á ÍL-sjóði
Fá sjónarhóli ríkisins er skiljanlegt að vilja leysa upp ÍL-sjóð og stöðva þá blæðingu úr ríkisfjármálunum vegna hans sem annars er fyrirsjáanleg næstu tvo áratugina. Lánardrottnar ÍL-sjóðs, að langstærstum hluta lífeyrissjóðir en einnig verðbréfasjóðir, fjármálafyrirtæki og einstaklingar, munu þurfa að taka á sig högg hvort sem gengið verður til samninga um uppgjör skuldanna eða sjóðnum slitið einhliða af ríkinu í kjölfar lagasetningar. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi
Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“
Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði
Til að reka ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, út líftíma þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða króna eftir tólf ár. Aftur á móti ef honum yrði slitið nú og eignir seldar til að greiða skuldir væri staðan neikvæð um 47 milljarða króna. Þetta er niðurstaða skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Miklar verðhækkanir frá birgjum Haga setur „pressu á framlegð“
Forstjóri Haga sagði að það séu miklar og stöðugar verðhækkanir frá heildsölum og framleiðendum. „Enn sem komið er hefur ekkert borið á lækkunum frá birgjum,“ sagði hann. Það sé enda mikil verðbólga alþjóðlega.
Ný stjórn Mílu tekur á sig mynd eftir kaup Ardian
Stjórnarmönnum í Mílu hefur fjölgað úr þremur í fimm eftir að eignarhaldið á félaginu færðist í hendur franska sjóðastýringarfélagsins Ardian en á meðal þeirra sem koma inn í stjórn innviðafyrirtækisins er fyrrverandi forstjóri stærsta farsímaturnafélags Ítalíu. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa yfir að ráða einum stjórnarmanni í krafti samtals tíu prósenta eignarhlutar í félaginu.
Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans
Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér.
Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir
Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída.
Forsætisráðuneytið hafnar því að frumvarp dragi úr erlendri fjárfestingu
Forsætisráðuneytið hafnar því að áform um lagasetningu sem innleiði rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis. Ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það.
Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað
Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.