Handbolti

Yfir­gefur KA í sumar

Þegar KA tilkynnti að liðið væri að fá þrjá nýja leikmenn fyrir næsta tímabil var ljóst að einhverjir þyrftu að fara. Nú er ljóst að Áki Egilsnes mun ekki leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð.

Handbolti

Pat­rekur fær aukna á­byrgð í Garða­bænum

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag ráðinn nýr íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Hann mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla.

Handbolti

Skövde í undan­úr­slit

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í Skövde eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan fimm marka sigur á Alingsas í dag, lokatölur 26-21. 

Handbolti

Aron og Dagur mætast á Ólympíu­leikunum

Dregið var í riðla í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan, drógust saman í riðil. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, er svo í hinum riðlinum.

Handbolti

Dujshebaev fékk sex leikja bann fyrir æðiskast

Talant Dujshebaev, þjálfari Sigvalda Guðjónssonar og Hauks Þrastarsonar hjá Kielce, hefur verið dæmdur í sex leikja bann í pólsku bikarkeppninni fyrir framkomu sína í leik gegn Wisla Plock fyrr í þessum mánuði. Þá fékk Dujshebaev væna sekt.

Handbolti

Unnur snýr heim til Akureyrar

Eftir titlasöfnun með Fram og Gróttu er hornamaðurinn Unnur Ómarsdóttir á leið heim til KA/Þórs, toppliðs Olís-deildarinnar í handbolta, í sumar.

Handbolti

Færeyingur til Eyja

Dánjal Ragnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun ganga í raðir félagsins í sumar.

Handbolti