Arnar Daði óvænt hættur: „Ég var bara orðinn bensínlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 15:57 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í úrvalsdeild og var hársbreidd frá því að stýra liðinu í úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson er óvænt hættur sem þjálfari Gróttu í handbolta karla, mánuði eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Hann segist hreinlega hafa lent á vegg. Handbolti.is greindi fyrst frá því að Arnar Daði væri hættur og að Róbert Gunnarsson, silfurdrengur, tæki við af honum. Tíðindin koma mjög á óvart en á Arnari Daða er að heyra að það spili inn í ákvörðun hans að hafa ekki fengið nægan stuðning í leikmannamálum til að byggja ofan á árangur Gróttu undir hans stjórn síðustu ár. Fyrst og fremst hafi hann þó þurft frí sem sé einfaldlega ekki í boði fyrir þjálfara. „Ég var bara í raun orðinn bensínlaus og ég sá ekki fyrir mér að geta fyllt á tankinn fyrir næsta tímabil,“ segir Arnar Daði við Vísi. Átti erfitt með svefn eftir tímabilið Tímabilinu hjá Gróttu lauk með grátlegum hætti en liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Olís-deildinni og rangur dómur í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í næstsíðustu umferð reyndist liðinu dýrkeyptur. Arnar Daði var svo úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna í kjölfarið. „Eftir tímabilið „krassaði“ ég bara smá. Við vorum búnir að vera í góðum fílingi í nokkra mánuði og Grótta endaði með besta árangurinn í síðustu 5-6 umferðunum, ásamt Val. Það var nánast sjokk að vera flautaðir úr leik í Eyjum og svo fylgdi þetta þriggja leikja bann, og þá hugsaði maður með sér til hvers maður væri að gera þetta. Ég átti í erfiðleikum með svefn eftir tímabilið. Eins og ég hef sagt við stjórnina þá er ég léttklikkaður og líf mitt hefur snúist um ekkert annað en handbolta síðustu tvö ár. Ég varð að setja mig í fyrsta sæti núna,“ segir Arnar Daði sem eins og fyrr segir skrifaði þó undir nýjan samning í síðasta mánuði. Arnar Daði Arnarsson er hættur með Gróttu og hefur ekki hug á að hlusta á tilboð um þjálfun á næstunni.vísir/vilhelm „Aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir“ „Það voru aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir samninginn, það verða breytingar á liðinu og mér fannst réttast fyrir liðið og hópinn að það kæmi inn ný rödd og nýr þjálfari sem gæti haldið áfram að þróa liðið eins og við Maksim [Akbachev, aðstoðarþjálfari] höfum gert síðustu tvö ár. Við höfum verið í miklu uppbyggingarstarfi með lítinn pening á milli handanna, og höfum unnið með leikmenn sem kostuðu lítið en eru allt í einu orðnir meðal betri leikmanna deildarinnar og eftirsóttir af öðrum liðum. Það hefur tekið mikinn tíma og vinnu að framlengja við þá leikmenn sem þó hafa framlengt samninga sína en svo eru aðrir sem hafa yfirgefið liðið. Þá hugsaði maður með sér hver framtíðarplön Gróttu væru og hver framtíðarplön mín og Maksims væru. Mér fannst við eiginlega vera komnir aftur á byrjunarreit og þurfa að fá 3-4 leikmenn til að byrja upp á nýtt. Við Maksim eru metnaðarfullir og vildum ná lengra, og liðið vildi það líka,“ segir Arnar Daði. Segir félög geta sleppt því að hringja næstu vikurnar Hann segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun á næstu leiktíð en vill þó sem minnst hugsa um það núna. „Félög geta alveg sleppt því að heyra í mér næstu vikurnar og bjóða mér eitthvað starf. Ég er ekki að fara að hoppa á neitt. Mér líður eins og ég sé að yfirgefa barnið mitt og geri það ekki að ástæðulausu,“ sagði Arnar Daði og bætti við: „Eins og staðan er núna er ég búinn að panta mér þrjár utanlandsferðir í sumar og er með í huga að fara til útlanda næsta vetur líka. En eins og ég hef sagt við strákana í Gróttu þá ætla ég ekki að útiloka að þjálfa einhvers staðar á næsta ári. Líf mitt hefur snúist um handbolta síðan ég var smákrakki og ég held að ég hafi alveg náð að stimpla mig inn sem ágætis nafn í þjálfun. “ „Það er með miklum trega sem ég hef tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Gróttu eftir þriggja ára veru,“ segir Arnar Daði um afsögn sína á Facebook en færslu hans má lesa hér að neðan: Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Handbolti.is greindi fyrst frá því að Arnar Daði væri hættur og að Róbert Gunnarsson, silfurdrengur, tæki við af honum. Tíðindin koma mjög á óvart en á Arnari Daða er að heyra að það spili inn í ákvörðun hans að hafa ekki fengið nægan stuðning í leikmannamálum til að byggja ofan á árangur Gróttu undir hans stjórn síðustu ár. Fyrst og fremst hafi hann þó þurft frí sem sé einfaldlega ekki í boði fyrir þjálfara. „Ég var bara í raun orðinn bensínlaus og ég sá ekki fyrir mér að geta fyllt á tankinn fyrir næsta tímabil,“ segir Arnar Daði við Vísi. Átti erfitt með svefn eftir tímabilið Tímabilinu hjá Gróttu lauk með grátlegum hætti en liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Olís-deildinni og rangur dómur í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í næstsíðustu umferð reyndist liðinu dýrkeyptur. Arnar Daði var svo úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna í kjölfarið. „Eftir tímabilið „krassaði“ ég bara smá. Við vorum búnir að vera í góðum fílingi í nokkra mánuði og Grótta endaði með besta árangurinn í síðustu 5-6 umferðunum, ásamt Val. Það var nánast sjokk að vera flautaðir úr leik í Eyjum og svo fylgdi þetta þriggja leikja bann, og þá hugsaði maður með sér til hvers maður væri að gera þetta. Ég átti í erfiðleikum með svefn eftir tímabilið. Eins og ég hef sagt við stjórnina þá er ég léttklikkaður og líf mitt hefur snúist um ekkert annað en handbolta síðustu tvö ár. Ég varð að setja mig í fyrsta sæti núna,“ segir Arnar Daði sem eins og fyrr segir skrifaði þó undir nýjan samning í síðasta mánuði. Arnar Daði Arnarsson er hættur með Gróttu og hefur ekki hug á að hlusta á tilboð um þjálfun á næstunni.vísir/vilhelm „Aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir“ „Það voru aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir samninginn, það verða breytingar á liðinu og mér fannst réttast fyrir liðið og hópinn að það kæmi inn ný rödd og nýr þjálfari sem gæti haldið áfram að þróa liðið eins og við Maksim [Akbachev, aðstoðarþjálfari] höfum gert síðustu tvö ár. Við höfum verið í miklu uppbyggingarstarfi með lítinn pening á milli handanna, og höfum unnið með leikmenn sem kostuðu lítið en eru allt í einu orðnir meðal betri leikmanna deildarinnar og eftirsóttir af öðrum liðum. Það hefur tekið mikinn tíma og vinnu að framlengja við þá leikmenn sem þó hafa framlengt samninga sína en svo eru aðrir sem hafa yfirgefið liðið. Þá hugsaði maður með sér hver framtíðarplön Gróttu væru og hver framtíðarplön mín og Maksims væru. Mér fannst við eiginlega vera komnir aftur á byrjunarreit og þurfa að fá 3-4 leikmenn til að byrja upp á nýtt. Við Maksim eru metnaðarfullir og vildum ná lengra, og liðið vildi það líka,“ segir Arnar Daði. Segir félög geta sleppt því að hringja næstu vikurnar Hann segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun á næstu leiktíð en vill þó sem minnst hugsa um það núna. „Félög geta alveg sleppt því að heyra í mér næstu vikurnar og bjóða mér eitthvað starf. Ég er ekki að fara að hoppa á neitt. Mér líður eins og ég sé að yfirgefa barnið mitt og geri það ekki að ástæðulausu,“ sagði Arnar Daði og bætti við: „Eins og staðan er núna er ég búinn að panta mér þrjár utanlandsferðir í sumar og er með í huga að fara til útlanda næsta vetur líka. En eins og ég hef sagt við strákana í Gróttu þá ætla ég ekki að útiloka að þjálfa einhvers staðar á næsta ári. Líf mitt hefur snúist um handbolta síðan ég var smákrakki og ég held að ég hafi alveg náð að stimpla mig inn sem ágætis nafn í þjálfun. “ „Það er með miklum trega sem ég hef tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Gróttu eftir þriggja ára veru,“ segir Arnar Daði um afsögn sína á Facebook en færslu hans má lesa hér að neðan:
Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira