Handbolti

„Höfum spilað vel án Arons áður“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

Handbolti

„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í lands­liðið“

Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. 

Handbolti

Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir lands­liðið“

Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 

Handbolti

Aftur­elding einum sigri frá úr­slitum

Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.

Handbolti

„Ég sakna hennar á hverjum degi“

Arnór Þór Gunnars­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í hand­bolta og nú­verandi þjálfari þýska úr­vals­deildar­fé­lagsins Bergischer, segir tímann sem liðið hefur frá and­láti eldri systur hans, Tinnu Bjargar Mal­mquist Gunnars­dóttur, hafa verið mjög erfiðan. Hann hugsar á hverjum degi til systur sinnar. Tekur á móti krefjandi dögum en einnig gleði­dögum. Á þeim dögum standi það sterkt hversu góða mann­eskju Tinna Björg hafði að geyma.

Handbolti

„Við vorum bara ekki á svæðinu“

Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum.

Handbolti

Kielce kærir leikinn gegn Magdeburg

Kielce hefur kært leikinn gegn Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Póllandsmeistararnir voru afar ósáttir við dómgæsluna undir blálok leiksins.

Handbolti

Elín Jóna færir sig á milli fé­laga á Jót­landi

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þórsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska efstu deildarliðið Árósir United. Hún lék áður með EH Álaborg en liðið tryggði sér sæti í efstu deild á nýafstöðnu tímabili.

Handbolti