Handbolti

„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“

Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik.

Handbolti

Íslendingalið Fredericia fékk skell

Íslendingaliðið Fredericia, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og með Einar Þorstein Ólafsson innanborðs, mátti þola átta marka tap er liðið heimsótti Skanderborg til Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-25.

Handbolti

Leikbann Alexanders dregið til baka

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Handbolti

Darri fær nagla í ristina á föstu­dag

Darri Aronsson, leikmaður Ivry í Frakklandi, fer í aðgerð á föstudaginn kemur þar sem settir verða naglar í rist leikmannsins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir í júlí á þessu ári. Þó Darri hafi verið í spelku síðan þá sem og endurhæfingu þá er hann enn á sama stað í dag og skömmu eftir brot.

Handbolti

Rúnar að snúa gengi Leipzig við

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með níu mörk er Leipzig vann öruggan tíu marka sigur gegn botnliði Hamm-Westfalen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-23. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.

Handbolti