Golf

Áhorfandi handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods

Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum.

Golf

Tiger spilaði vel annan daginn í röð

Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð.

Golf

Tiger langt frá sínu besta og tapaði fyrir áhugamanni

Tiger Woods sýndi enga snilldartakta þegar hann mætti til leiks á ný á PGA mótaröðina í golfi eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann lék fyrsta hringinn á Frys.com meistaramótinu á 2 höggum yfir pari eða 73 höggum. Hann er í stórhættu að komast ekki í gegnum niðurskurðin og ef það gerist verður það í fyrsta sinn sem Woods lýkur keppni á eftir tvo hringi á tveimur atvinnumótum í röð.

Golf

Golfkennslumyndbönd á sjónvarpshlutanum á Vísir

Golftímabilinu fer brátt að ljúka hér á Íslandi og styttist í að flestir golfvellir landsins loki. Íslenskir kylfingar eru samt sem áður slá golfbolta í vetur hér á landi og erlendis. Golfkennslumyndbönd eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísir og ættu þau að nýtast þeim sem vilja bæta leik sinn. Þar er að finna brot úr Golfskóla Birgis Leifs Hafþórssonar og kennslumyndbönd frá Michael Breed.

Golf

Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum

Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans.

Golf

Tiger loksins búinn að finna kylfusvein

Tiger Woods er búinn að finna sér nýjan kylfusvein. Sá heitir Joe LaCava og var lengi vel kylfusveinn hjá Fred Couples. Upp á síðkastið hefur LaCava síðan unnið með Dustin Johnson.

Golf

Ótrúlegt vatnshögg hjá Haas - vann rúmlega 1,3 milljarða kr.

Kylfingurinn Bill Haas fékk heilar 11,5 milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé gær þegar hann vann Tour Championship og um leið FedEx-bikarinn. Verðlaunaféð er það hæsta sem keppt er um í golfíþróttinni á ári hverju og vann Haas sér inn um 1,3 milljarða kr.

Golf

Evrópuúrvalið vann Solheim-bikarinn

Evrópuúrvalið í golfi sigraði lið Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum um helgina, en keppnin er haldin annað hvert ár og svipar til Ryder-bikarsins í karlaflokki.

Golf

Birgir Leifur í banastuði í Austurríki

Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á þriðja hring opna austurríska golfmótsins í morgun. Birgir Leifur lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari samanlagt eftir þrjá hringi.

Golf

Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn.

Golf

Brjálaður kylfingur fékk tveggja ára dóm

Ástralinn Daniel Patrick Betts var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Betts missti stjórn á skapi sínu við það að leika golf með félögum sínum árið 2009.

Golf

Ólafur Már í góðri stöðu á lokahringnum

Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í góðri stöðu á fjórða hring úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið fyrstu tíu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og er á fjórum höggum undir samanlagt.

Golf

Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið.

Golf

Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Golf

Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi

Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda.

Golf

Rose bætti stöðu sína fyrir lokamótið í úrslitakeppninni

Enski kylfingurinn Justin Rose sigraði á BMW meistaramótinu í golf í gær í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Þetta var þriðji sigur Rose á bandarísku mótaröðinni og er hann í ágætri stöðu fyrir lokamótið í Fed-Ex úrslitakeppninni sem fram fer í þessari viku í Atlanta. Þar er keppt um 10 milljóna dala verðlaunafé eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr.

Golf

Tinna gerist atvinnumaður - reynir við úrtökumótið í janúar

Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar.

Golf

Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met

Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni.

Golf