Haraldur: Það geta allir unnið alla í holukeppni Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 18:07 Haraldur Franklín. mynd/gsí Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var ánægður með sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á þessu móti. „Besta höggið sem ég sló á þessu móti var gegn Andra Þór Björnssyni í átta manna úrslitunum í gær, þar sem ég sló með 4-járni á 14. holu úr einhverjum trjárunna. Og svo var vippið á 12. gegn Hlyni Geir í úrslitaleiknum í dag var einnig frábært, þar setti ég boltann í holu. „Það geta allir unnið alla í holukeppni, og það sýndi sig á þessu móti," sagði Haraldur Franklín sem lagði Hlyn Geir Hjartarson 2/0 í úrslitaleiknum. Haraldur Franklín er 21 árs gamall og hann er með skýr markmiðið hvað varðar golfið og framtíðina. Hann ætlar sér að taka 4-5 ár að ná markmiðum sínum. „Ég vinn í Iðnó á kvöldin en annars er ég bara að æfa alla daga eins mikið og ég get. Brynjar Eldon Geirsson er þjálfarinn minn og við erum búnir að setja upp plan fyrir næstu ár. Og atvinnumennskan er markmiðið. Ég fer í háskóla í haust í Bandaríkjunum og það er fyrsta skrefið á þessari leið. Vonandi tekst mér að komast í íslenska landsliðið og fá einhver verkefni í sumar og haust," sagði Haraldur Franklín. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var ánægður með sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á þessu móti. „Besta höggið sem ég sló á þessu móti var gegn Andra Þór Björnssyni í átta manna úrslitunum í gær, þar sem ég sló með 4-járni á 14. holu úr einhverjum trjárunna. Og svo var vippið á 12. gegn Hlyni Geir í úrslitaleiknum í dag var einnig frábært, þar setti ég boltann í holu. „Það geta allir unnið alla í holukeppni, og það sýndi sig á þessu móti," sagði Haraldur Franklín sem lagði Hlyn Geir Hjartarson 2/0 í úrslitaleiknum. Haraldur Franklín er 21 árs gamall og hann er með skýr markmiðið hvað varðar golfið og framtíðina. Hann ætlar sér að taka 4-5 ár að ná markmiðum sínum. „Ég vinn í Iðnó á kvöldin en annars er ég bara að æfa alla daga eins mikið og ég get. Brynjar Eldon Geirsson er þjálfarinn minn og við erum búnir að setja upp plan fyrir næstu ár. Og atvinnumennskan er markmiðið. Ég fer í háskóla í haust í Bandaríkjunum og það er fyrsta skrefið á þessari leið. Vonandi tekst mér að komast í íslenska landsliðið og fá einhver verkefni í sumar og haust," sagði Haraldur Franklín.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira