Haraldur: Það geta allir unnið alla í holukeppni Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 18:07 Haraldur Franklín. mynd/gsí Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var ánægður með sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á þessu móti. „Besta höggið sem ég sló á þessu móti var gegn Andra Þór Björnssyni í átta manna úrslitunum í gær, þar sem ég sló með 4-járni á 14. holu úr einhverjum trjárunna. Og svo var vippið á 12. gegn Hlyni Geir í úrslitaleiknum í dag var einnig frábært, þar setti ég boltann í holu. „Það geta allir unnið alla í holukeppni, og það sýndi sig á þessu móti," sagði Haraldur Franklín sem lagði Hlyn Geir Hjartarson 2/0 í úrslitaleiknum. Haraldur Franklín er 21 árs gamall og hann er með skýr markmiðið hvað varðar golfið og framtíðina. Hann ætlar sér að taka 4-5 ár að ná markmiðum sínum. „Ég vinn í Iðnó á kvöldin en annars er ég bara að æfa alla daga eins mikið og ég get. Brynjar Eldon Geirsson er þjálfarinn minn og við erum búnir að setja upp plan fyrir næstu ár. Og atvinnumennskan er markmiðið. Ég fer í háskóla í haust í Bandaríkjunum og það er fyrsta skrefið á þessari leið. Vonandi tekst mér að komast í íslenska landsliðið og fá einhver verkefni í sumar og haust," sagði Haraldur Franklín. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var ánægður með sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á þessu móti. „Besta höggið sem ég sló á þessu móti var gegn Andra Þór Björnssyni í átta manna úrslitunum í gær, þar sem ég sló með 4-járni á 14. holu úr einhverjum trjárunna. Og svo var vippið á 12. gegn Hlyni Geir í úrslitaleiknum í dag var einnig frábært, þar setti ég boltann í holu. „Það geta allir unnið alla í holukeppni, og það sýndi sig á þessu móti," sagði Haraldur Franklín sem lagði Hlyn Geir Hjartarson 2/0 í úrslitaleiknum. Haraldur Franklín er 21 árs gamall og hann er með skýr markmiðið hvað varðar golfið og framtíðina. Hann ætlar sér að taka 4-5 ár að ná markmiðum sínum. „Ég vinn í Iðnó á kvöldin en annars er ég bara að æfa alla daga eins mikið og ég get. Brynjar Eldon Geirsson er þjálfarinn minn og við erum búnir að setja upp plan fyrir næstu ár. Og atvinnumennskan er markmiðið. Ég fer í háskóla í haust í Bandaríkjunum og það er fyrsta skrefið á þessari leið. Vonandi tekst mér að komast í íslenska landsliðið og fá einhver verkefni í sumar og haust," sagði Haraldur Franklín.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira