Innlent

Vopnuð börn og játning í dular­fullu máli

Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafbyssur og piparúða. Einnig hefur borið á því að börn mæti með hnífa í skólann. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Meiri skjálfta­virkni en í fyrri gosum

Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg.

Innlent

Fengu ekki vit­neskju um slys níu dögum fyrir bana­slys

Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund.

Innlent

Orðið vör við hnífaburð í grunn­skólum Reykja­víkur

Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð.

Innlent

Einn slasaður í al­var­legu vinnu­slysi í Urriðaholti

Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang.

Innlent

Fallist á geðrannsókn á hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Lögreglan gerði einnig kröfu um geðrannsókn á hinum grunaða en fallist var á þá kröfu.

Innlent

Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni

Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.

Innlent

Mið­bærinn orðinn hættu­legri

Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því.

Innlent

Hafa fundið fimm bílanna

Lögregla höfuðborgarsvæðisins og starfsmenn Heklu hafa fundið fimm af þeim sex bílum sem stolið var úr húsnæði Heklu við Laugaveg í Reykjavík á þriðjudagskvöld.

Innlent

Falsboðið hafi borist er­lendis frá

Falsboðið sem lögreglu barst, þegar tilkynnt var að tveir ferðamenn væru fastir í helli í Kerlingarfjöllum, kom erlendis frá miðað við IP-tölu tækisins sem skilaboðin voru send úr.

Innlent

Hátt í hundrað manns með maga­kveisu eftir hálendisferðir

Sóttvarnalæknir segist vita til þess að hátt í hundrað manns hafi fengið magakveisu á hálendinu síðustu daga en hluti hópsins hefur fengið staðfesta nóróverusýkingu. Vonir stóðu til að hópsýkingin, sem tengist ferðamannastöðum á hálendinu, væri yfirstaðin en sóttvarnalæknir segir að fólk sé enn að veikjast.

Innlent

Sam­fylkingin með flest spil á hendi við stjórnar­myndun

Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins.

Innlent

Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi

Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með.

Innlent

Flýgur þyrlunni á mynd­bandinu og braut engar reglur

Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 

Innlent

Engar nýjar vís­bendingar borist lög­reglu

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu.

Innlent

Engin gosmóða í dag

Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt og ekki má búast við gosmóðu yfir suðvesturhorninu í dag.

Innlent

Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur

Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu.

Innlent