Innlent Kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Hamragarðaheiði Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna konu sem slasaðist í vélsleðaslysi á Hamragarðaheiði vestan við Eyjafjallajökul, skömmu eftir hádegi í dag. Innlent 19.1.2024 13:36 Neituðu að fara út í kuldann Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Innlent 19.1.2024 13:18 Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. Innlent 19.1.2024 13:08 Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. Innlent 19.1.2024 11:59 Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Innlent 19.1.2024 11:57 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Grindavík en rafmagn fór af bænum í morgun þegar stofnstrengurinn inn í bæinn gaf sig, en hann er að hluta undir hrauni. Innlent 19.1.2024 11:32 Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Innlent 19.1.2024 11:15 Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. Innlent 19.1.2024 11:01 Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Innlent 19.1.2024 10:35 Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. Innlent 19.1.2024 10:27 Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. Innlent 19.1.2024 09:32 Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Innlent 19.1.2024 09:04 Háskólarnir sameinist í háskólasamstæðu Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað. Innlent 19.1.2024 08:33 Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. Innlent 19.1.2024 08:27 Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. Innlent 19.1.2024 07:33 Bílastæðin við Landmannalaugar verða ekki stækkuð í bráð Áform um stækkun bílastæðis við Landmannalaugar hafa verið slegin af með úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Heildarmat skorti og samræmi við lög um stjórn vatnamála. Innlent 19.1.2024 07:01 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Innlent 19.1.2024 06:42 „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Innlent 19.1.2024 00:27 Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Innlent 18.1.2024 23:01 „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. Innlent 18.1.2024 22:12 „Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Innlent 18.1.2024 21:25 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Innlent 18.1.2024 19:21 „Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Innlent 18.1.2024 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag. Innlent 18.1.2024 18:01 Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. Innlent 18.1.2024 17:46 Loka laugum og pottum fyrir norðan vegna nístingskulda Kuldakastið norðan heiða hefur haft þau áhrif að heitum pottum og í sumum tilfellum sundlaugum í heild sinni hefur verið lokað til að spara heita vatnið. Sautján gráðu frost mældist síðdegis á Akureyri. Innlent 18.1.2024 17:17 Óska eftir vitnum vegna banaslyss Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku. Innlent 18.1.2024 16:20 Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. Innlent 18.1.2024 15:44 Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni. Innlent 18.1.2024 15:27 Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Innlent 18.1.2024 14:46 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Hamragarðaheiði Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna konu sem slasaðist í vélsleðaslysi á Hamragarðaheiði vestan við Eyjafjallajökul, skömmu eftir hádegi í dag. Innlent 19.1.2024 13:36
Neituðu að fara út í kuldann Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Innlent 19.1.2024 13:18
Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. Innlent 19.1.2024 13:08
Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. Innlent 19.1.2024 11:59
Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Innlent 19.1.2024 11:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Grindavík en rafmagn fór af bænum í morgun þegar stofnstrengurinn inn í bæinn gaf sig, en hann er að hluta undir hrauni. Innlent 19.1.2024 11:32
Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Innlent 19.1.2024 11:15
Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. Innlent 19.1.2024 11:01
Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Innlent 19.1.2024 10:35
Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. Innlent 19.1.2024 10:27
Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. Innlent 19.1.2024 09:32
Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Innlent 19.1.2024 09:04
Háskólarnir sameinist í háskólasamstæðu Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað. Innlent 19.1.2024 08:33
Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. Innlent 19.1.2024 08:27
Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. Innlent 19.1.2024 07:33
Bílastæðin við Landmannalaugar verða ekki stækkuð í bráð Áform um stækkun bílastæðis við Landmannalaugar hafa verið slegin af með úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Heildarmat skorti og samræmi við lög um stjórn vatnamála. Innlent 19.1.2024 07:01
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Innlent 19.1.2024 06:42
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Innlent 19.1.2024 00:27
Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Innlent 18.1.2024 23:01
„Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. Innlent 18.1.2024 22:12
„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Innlent 18.1.2024 21:25
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Innlent 18.1.2024 19:21
„Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Innlent 18.1.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag. Innlent 18.1.2024 18:01
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. Innlent 18.1.2024 17:46
Loka laugum og pottum fyrir norðan vegna nístingskulda Kuldakastið norðan heiða hefur haft þau áhrif að heitum pottum og í sumum tilfellum sundlaugum í heild sinni hefur verið lokað til að spara heita vatnið. Sautján gráðu frost mældist síðdegis á Akureyri. Innlent 18.1.2024 17:17
Óska eftir vitnum vegna banaslyss Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku. Innlent 18.1.2024 16:20
Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. Innlent 18.1.2024 15:44
Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni. Innlent 18.1.2024 15:27
Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Innlent 18.1.2024 14:46