Innlent

Neituðu að fara út í kuldann

Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn.

Innlent

Héraðssaksóknari leitar að manni

Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023.

Innlent

Raf­magn aftur komið á Grinda­vík

Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Grindavík en rafmagn fór af bænum í morgun þegar stofnstrengurinn inn í bæinn gaf sig, en hann er að hluta undir hrauni.

Innlent

Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niður­greiðslu

Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu.

Innlent

Ræða að vísa deilunni form­lega til ríkis­sátta­semjara

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara.

Innlent

Há­skólarnir sam­einist í há­skóla­sam­stæðu

Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað.

Innlent

Gervi­hnettir gætu tekið við símamöstrum

Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu.

Innlent

Býður Grind­víkingum upp á frítt skutl

Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi.

Innlent

„Eykur ó­vissuna enn og aftur“

Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó.

Innlent

Við­ræður breiðfylkingar ASÍ og SA í upp­námi

Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag.

Innlent

Óska eftir vitnum vegna banaslyss

Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku.

Innlent

Ölvaður og undir á­hrifum fíkni­efna þegar hann lést

Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna.

Innlent