Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 12:55 Diljá Mist og Jens Garðar segjast bæði fyrst og fremst vera að einbeita sér að þingstörfunum. Vísir/Vilhelm Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. „Ég er ekkert búinn að gera upp hug minn í þessum efnum. Það mun bara skýrast betur í aðdraga fundarins,“ segir Jens Garðar í samtali við Vísi. Jens hefur um árabil verið virkur í grasrótarstarfi flokksins og látið að sér kveða í sveitarstjórnarmálum og í atvinnulífi. Hann tók í fyrsta sinn sæti sem aðalmaður á Alþingi þegar þing kom saman í síðustu viku. „Nýja starfið hefur átt hug minn allan undanfarið. Ég hef fyrst og fremst verið að einbeita mér að því að setja mig inn í verkefnin,“ segir Jens. Diljá á leið um landið Diljá Mist segist einnig í samtali við Vísi ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um hugsanlegt varaformannsframboð enn. Ég var búin að segja það að ég ætla að taka stöðuna á fólkinu í flokknum og bara meta stöðuna út frá því. Ég er með fund á morgun á Ísafirði og síðan fer ég norður á Akureyri á fimmtudaginn og var í Kópavogi um helgina og það er svona dagskráin sem liggur fyrir,“ segir Diljá. Aðspurð segir hún fyrirhugað flakk um landið ekki vera lið í neinni formlegri kosningabaráttu. Hún hafi lagt það í vana sinn allt síðasta kjörtímabil að fara reglulega um landið. „Ég er að halda áfram bara uppteknum hætti,“ segir Diljá. Að öðru leiti tekur Diljá í svipaðan streng og Jens, það sé nóg framundan í þinginu og athyglin beinist að miklu leyti að þingstörfunum. Diljá Mist hefur átt sæti á þingi frá 2021 og hefur meðal annars verið formaður efnahags- og viðskipanefndar og utanríkismálanefndar Alþingis. Áður hefur hún meðal annars starfað sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þegar hann var utanríkisráðherra og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Jón útilokar ekkert heldur Þótt nöfn Diljár Mistar og Jens Garðars hafi einna helst verið orðuð við varaformanninn til þessa getur allt gerst á landsfundi. Vera má að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur landsfundi og jafnvel á fundinum sjálfum sem fer fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. Jón Gunnarsson þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra er einn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar líka. „Ég hef ekkert ákveðið í þeim efnum og ekki gefið neitt út um það,“ segir Jón, spurður hvort hann hafi hug á að gefa kost á sér í forystu flokksins. Hann útiloki þó ekkert enn. Jón Gunnarsson tryggði sér aftur sæti á Alþingi eftir að ljóst varð að Bjarni Benediktsson myndi ekki taka sæti áfram á þingi.Vísir/Vilhelm Þingmennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa báðar gefið kost á sér til embættis formanns flokksins og eru þannig til þessa þær einu úr röðum Sjálfstæðismanna sem freista þess að taka við af Bjarna Benediktssyni fráfarandi formanni. Þá hefur Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Einn listamaður, Snorri Ásmundsson, hefur einnig sagst sækjast eftir embættinu. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
„Ég er ekkert búinn að gera upp hug minn í þessum efnum. Það mun bara skýrast betur í aðdraga fundarins,“ segir Jens Garðar í samtali við Vísi. Jens hefur um árabil verið virkur í grasrótarstarfi flokksins og látið að sér kveða í sveitarstjórnarmálum og í atvinnulífi. Hann tók í fyrsta sinn sæti sem aðalmaður á Alþingi þegar þing kom saman í síðustu viku. „Nýja starfið hefur átt hug minn allan undanfarið. Ég hef fyrst og fremst verið að einbeita mér að því að setja mig inn í verkefnin,“ segir Jens. Diljá á leið um landið Diljá Mist segist einnig í samtali við Vísi ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um hugsanlegt varaformannsframboð enn. Ég var búin að segja það að ég ætla að taka stöðuna á fólkinu í flokknum og bara meta stöðuna út frá því. Ég er með fund á morgun á Ísafirði og síðan fer ég norður á Akureyri á fimmtudaginn og var í Kópavogi um helgina og það er svona dagskráin sem liggur fyrir,“ segir Diljá. Aðspurð segir hún fyrirhugað flakk um landið ekki vera lið í neinni formlegri kosningabaráttu. Hún hafi lagt það í vana sinn allt síðasta kjörtímabil að fara reglulega um landið. „Ég er að halda áfram bara uppteknum hætti,“ segir Diljá. Að öðru leiti tekur Diljá í svipaðan streng og Jens, það sé nóg framundan í þinginu og athyglin beinist að miklu leyti að þingstörfunum. Diljá Mist hefur átt sæti á þingi frá 2021 og hefur meðal annars verið formaður efnahags- og viðskipanefndar og utanríkismálanefndar Alþingis. Áður hefur hún meðal annars starfað sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þegar hann var utanríkisráðherra og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Jón útilokar ekkert heldur Þótt nöfn Diljár Mistar og Jens Garðars hafi einna helst verið orðuð við varaformanninn til þessa getur allt gerst á landsfundi. Vera má að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur landsfundi og jafnvel á fundinum sjálfum sem fer fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. Jón Gunnarsson þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra er einn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar líka. „Ég hef ekkert ákveðið í þeim efnum og ekki gefið neitt út um það,“ segir Jón, spurður hvort hann hafi hug á að gefa kost á sér í forystu flokksins. Hann útiloki þó ekkert enn. Jón Gunnarsson tryggði sér aftur sæti á Alþingi eftir að ljóst varð að Bjarni Benediktsson myndi ekki taka sæti áfram á þingi.Vísir/Vilhelm Þingmennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa báðar gefið kost á sér til embættis formanns flokksins og eru þannig til þessa þær einu úr röðum Sjálfstæðismanna sem freista þess að taka við af Bjarna Benediktssyni fráfarandi formanni. Þá hefur Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Einn listamaður, Snorri Ásmundsson, hefur einnig sagst sækjast eftir embættinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira