Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2025 08:25 Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að umræða síðustu vikna bendi til að hin nýja ríkisstjórn sé „óþægilega markalaus“ þegar kemur að því að fara með sitt nýfengna vald. Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52