Innlent Börnin nýbúin að taka brunaæfingu Engin grunnskólabörn voru í Húsaskóla í Grafarvogi í dag, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag. Um 40 leikskólabörn á leikskólanum Fífuborg og 20 börn á frístundaheimilinu Kastala voru í húsinu. Aðstoðarskólastjóri segir börnin hafa vitað upp á hár hvernig bregðast ætti við, vegna brunaæfingar sem haldin var á dögunum. Innlent 25.3.2024 17:50 Skallaði mann, sló hann með priki og beit Karlmaður hlaut í síðustu viku þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Innlent 25.3.2024 16:52 Nýtt merki Samfylkingarinnar hlaut gullið Samfylkingin vann gullverðlaun í flokknum Firmamerki á FÍT-verðlaununum sem veitt voru síðastliðinn föstudag. Þá vann Samfylkingin jafnframt til silfurverðlauna í flokknum Mörkun fyrirtækja. Nýtt merki og nýtt útlit flokksins var tekið í notkun í mars á síðasta ári og hannað af Sigurði Oddssyni sem er grafískur hönnuður og hönnunarstjóri í New York. Innlent 25.3.2024 16:27 Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. Innlent 25.3.2024 15:53 Dregið úr gosinu en land rís enn Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Innlent 25.3.2024 15:42 Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Innlent 25.3.2024 15:21 Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi. Innlent 25.3.2024 15:09 Ríkið gefst upp á landtökutilburðum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði. Innlent 25.3.2024 14:56 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. Innlent 25.3.2024 14:21 Kvörtun Axels Péturs vísað frá Kvörtun Axels Péturs Axelssonar, sem hefur hug á að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur verið vísað frá Persónuvernd. Innlent 25.3.2024 14:03 Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 25.3.2024 13:32 Segir Bitcoin alþjóðlegt vandamál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft. Innlent 25.3.2024 13:26 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Innlent 25.3.2024 13:01 Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Innlent 25.3.2024 12:13 Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. Innlent 25.3.2024 12:13 Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. Innlent 25.3.2024 12:00 Götur í Grindavík girtar af og enn deilt um búvörulögin Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra jarðkönnunarverkefnis Almannavarna en níu svæði í Grindavík hafa verið girt af. Aðeins hefur dregið úr virkni gossins á Reykjanesi en það er þó enn í fullum gangi og tveir stærstu gígarnir eru enn vel virkir. Einnig verður rætt við stjórnsýslufræðing sem gerir alvarlegar athugasemdir við hina þinglegu meðferð á nýsamþykktum búvörulögum sem hart hefur verið deilt um. Í íþróttapakka dagsins verður síðan hitað upp fyrir stórleikinn á morgun þegar Íslendingar mæta Úkraínu í Póllandi til að keppa um laust sæti á EM í fótbolta næsta sumar.<div><iframe width="752" height="423" src=https://www.visir.is/player/beint/visir frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen></iframe> </div>Embed: Hádegisfréttir Innlent 25.3.2024 11:39 Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Innlent 25.3.2024 11:23 Kæra Ómar til lögreglu og kvarta til siðanefndar og Persónuverndar Ungt par hefur ákveðið að kæra lögmanninn Ómar R. Valdimarsson vegna birtingar hans á viðkvæmum persónuupplýsingum um það á samfélagsmiðlum. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebooksíðu lögmannsstofu sinnar vegna deilu um störf hans í flugbótamáli fólksins. Innlent 25.3.2024 11:07 Bein útsending frá gosstöðvunum Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Eitthvað dró úr virkni í nótt en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan. Innlent 25.3.2024 10:59 Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. Innlent 25.3.2024 10:45 Barn ók leigubíl í leyfisleysi Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Innlent 25.3.2024 10:22 Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. Innlent 25.3.2024 08:43 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25.3.2024 08:41 Dró úr virkninni í nótt í fyrsta sinn frá því að gosið hófst „Það hefur svona aðeins dregið úr virkninni í nótt,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands um stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga. Innlent 25.3.2024 07:14 1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Innlent 25.3.2024 06:43 Nokkur útköll þar sem kalla þurfti til foreldra og barnavernd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þó nokkrum útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem ungmenni komu við sögu og í þremur tilvikum þurfti að kalla til foreldra og fulltrúa barnaverndar. Innlent 25.3.2024 06:29 Hávær hvellur heyrðist víða um höfuðborgarsvæðið Hávær hvellur ómaði um höfuðborgarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu í kvöld. Margir í Kópavogi og Garðabæ urðu varir við sprenginguna og er hún til umtals í hverfahópum á Facebook. Innlent 24.3.2024 23:28 Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. Innlent 24.3.2024 22:33 Innflutningur er ekki bændum um að kenna Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Innlent 24.3.2024 21:01 « ‹ 225 226 227 228 229 230 231 232 233 … 334 ›
Börnin nýbúin að taka brunaæfingu Engin grunnskólabörn voru í Húsaskóla í Grafarvogi í dag, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag. Um 40 leikskólabörn á leikskólanum Fífuborg og 20 börn á frístundaheimilinu Kastala voru í húsinu. Aðstoðarskólastjóri segir börnin hafa vitað upp á hár hvernig bregðast ætti við, vegna brunaæfingar sem haldin var á dögunum. Innlent 25.3.2024 17:50
Skallaði mann, sló hann með priki og beit Karlmaður hlaut í síðustu viku þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Innlent 25.3.2024 16:52
Nýtt merki Samfylkingarinnar hlaut gullið Samfylkingin vann gullverðlaun í flokknum Firmamerki á FÍT-verðlaununum sem veitt voru síðastliðinn föstudag. Þá vann Samfylkingin jafnframt til silfurverðlauna í flokknum Mörkun fyrirtækja. Nýtt merki og nýtt útlit flokksins var tekið í notkun í mars á síðasta ári og hannað af Sigurði Oddssyni sem er grafískur hönnuður og hönnunarstjóri í New York. Innlent 25.3.2024 16:27
Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. Innlent 25.3.2024 15:53
Dregið úr gosinu en land rís enn Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Innlent 25.3.2024 15:42
Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Innlent 25.3.2024 15:21
Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi. Innlent 25.3.2024 15:09
Ríkið gefst upp á landtökutilburðum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði. Innlent 25.3.2024 14:56
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. Innlent 25.3.2024 14:21
Kvörtun Axels Péturs vísað frá Kvörtun Axels Péturs Axelssonar, sem hefur hug á að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur verið vísað frá Persónuvernd. Innlent 25.3.2024 14:03
Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 25.3.2024 13:32
Segir Bitcoin alþjóðlegt vandamál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft. Innlent 25.3.2024 13:26
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Innlent 25.3.2024 13:01
Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Innlent 25.3.2024 12:13
Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. Innlent 25.3.2024 12:13
Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. Innlent 25.3.2024 12:00
Götur í Grindavík girtar af og enn deilt um búvörulögin Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra jarðkönnunarverkefnis Almannavarna en níu svæði í Grindavík hafa verið girt af. Aðeins hefur dregið úr virkni gossins á Reykjanesi en það er þó enn í fullum gangi og tveir stærstu gígarnir eru enn vel virkir. Einnig verður rætt við stjórnsýslufræðing sem gerir alvarlegar athugasemdir við hina þinglegu meðferð á nýsamþykktum búvörulögum sem hart hefur verið deilt um. Í íþróttapakka dagsins verður síðan hitað upp fyrir stórleikinn á morgun þegar Íslendingar mæta Úkraínu í Póllandi til að keppa um laust sæti á EM í fótbolta næsta sumar.<div><iframe width="752" height="423" src=https://www.visir.is/player/beint/visir frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen></iframe> </div>Embed: Hádegisfréttir Innlent 25.3.2024 11:39
Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Innlent 25.3.2024 11:23
Kæra Ómar til lögreglu og kvarta til siðanefndar og Persónuverndar Ungt par hefur ákveðið að kæra lögmanninn Ómar R. Valdimarsson vegna birtingar hans á viðkvæmum persónuupplýsingum um það á samfélagsmiðlum. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebooksíðu lögmannsstofu sinnar vegna deilu um störf hans í flugbótamáli fólksins. Innlent 25.3.2024 11:07
Bein útsending frá gosstöðvunum Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Eitthvað dró úr virkni í nótt en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan. Innlent 25.3.2024 10:59
Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. Innlent 25.3.2024 10:45
Barn ók leigubíl í leyfisleysi Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Innlent 25.3.2024 10:22
Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. Innlent 25.3.2024 08:43
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25.3.2024 08:41
Dró úr virkninni í nótt í fyrsta sinn frá því að gosið hófst „Það hefur svona aðeins dregið úr virkninni í nótt,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands um stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga. Innlent 25.3.2024 07:14
1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Innlent 25.3.2024 06:43
Nokkur útköll þar sem kalla þurfti til foreldra og barnavernd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þó nokkrum útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem ungmenni komu við sögu og í þremur tilvikum þurfti að kalla til foreldra og fulltrúa barnaverndar. Innlent 25.3.2024 06:29
Hávær hvellur heyrðist víða um höfuðborgarsvæðið Hávær hvellur ómaði um höfuðborgarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu í kvöld. Margir í Kópavogi og Garðabæ urðu varir við sprenginguna og er hún til umtals í hverfahópum á Facebook. Innlent 24.3.2024 23:28
Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. Innlent 24.3.2024 22:33
Innflutningur er ekki bændum um að kenna Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Innlent 24.3.2024 21:01