Innlent

Um­hverfis- og lofts­lags­málin „Icesa­ve okkar tíma“

„Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“

Innlent

Boða sér­stakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts

Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu

Innlent

„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“

Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi.

Innlent

Baldur vin­sælasta plan B

Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði.

Innlent

Treysta sér til þess að vernda þjóð­kirkjuna

Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf.

Innlent

Magnús Geir vill fimm ár í við­bót í Þjóð­leik­húsinu

„Ég er sannarlega glaður hér í Þjóðleikhúsinu og nýt mín vel með mínu samstarfsfólki,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir því að sinna starfinu áfram eftir að skipunartíma hans lýkur í árslok.

Innlent

Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf.

Innlent

Skip­stjórinn gistir fanga­geymslur á­samt stýri­manni

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska.

Innlent

Ein­hver í her­berginu segi ekki satt

Halla Tómasdóttir segir augljóst að einhver þeirra sex forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld hafi tröll á sínum snærum sem ati aðra auri. Einhver þeirra sé því ekki að segja satt.

Innlent

„Við erum ekki hlut­laus þjóð“

Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð.

Innlent

Katrín tekur for­ystuna á ný og Halla T í sókn

Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt.

Innlent

Vendingar í nýrri könnun og mann­björg á ögur­stundu

Talsverðar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við rýnum í niðurstöðurnar og sýnum frá undirbúningi kappræðna efstu sex frambjóðenda, sem mætast strax eftir fréttir.

Innlent

Skip­stjórinn og tveir stýri­menn hand­teknir vegna sjó­slyssins

Skipstjóri skipsins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í nótt. Allt bendir til þess að fraktskipið hafi rekist í strandveiðibát manns sem lenti í sjónum en var naumlega bjargað. Auk skipstjórans eru tveir stýrimenn í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. 

Innlent

Bjarni ætlar að geta Katrínar í for­málanum

Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn?

Innlent