Kvenréttindadagur: „Baráttan er ekki búin“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 19. júní 2025 12:03 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. Aðsend Það verður margt um að vera í miðborginni í dag, 19. júní, en á þessum sögulega degi eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til ársins 2080 til að jafna kynjahlutfallið í því starfi, að sögn framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar. Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar.
Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira