Kvenréttindadagur: „Baráttan er ekki búin“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 19. júní 2025 12:03 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. Aðsend Það verður margt um að vera í miðborginni í dag, 19. júní, en á þessum sögulega degi eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til ársins 2080 til að jafna kynjahlutfallið í því starfi, að sögn framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar. Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar.
Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira