Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:25 Um 45 prósent Grindvíkinga telur líklegt að þau flytji aftur í bæinn eftir eldsumbrot. Vísir Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira