Innlent

Fjár­mála­stjórinn orðinn sveitar­stjóri

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið.

Innlent

Nemandinn á­kærður fyrir til­raun til manndráps

Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana.

Innlent

Niður­skurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land.

Innlent

Hitafundur í Laugar­nes­skóla vegna skólauppbyggingar

Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. 

Innlent

Mættu ríðandi í skólann

Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum.

Innlent

Stefna ís­lenska ríkinu vegna and­láts tveggja ára dóttur

Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna.

Innlent

Undir á­hrifum og með eftir­líkingu af skot­vopni

Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill.

Innlent

Um­tals­verðar breytingar á skipu­lagi Kefla­víkur­flug­vallar

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“.

Innlent

Ráð­herra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 

Innlent

Á­kærður fyrir stunguárás á ak­braut

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann tvisvar sinnum um nótt á þessu ári, en dagsetning atviksins kemur ekki fram í nafnhreinsaðri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent

Bjarni sagður lítil­látur í saman­burði við Keníuforseta

Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto.

Innlent

Sleppt úr haldi lög­reglu

Einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Atburðarásin er að skýrast að sögn lögreglu.

Innlent

Draum­órar að lög­gæsla muni ekki skerðast

Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi.

Innlent

Segir fanga­verði sinna starfi sínu af stakri trú­mennsku

Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri.

Innlent

Björn Þor­láks segir Katrínu ekki virða sig við­lits

Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni.

Innlent