Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Oddur Ævar Gunnarsson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2025 22:02 París Anna Bergmann fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrar segir ungmenni gáttuð á samráðsleysi bæjarins. Vísir/Sigurjón Ungmenni á Akureyri eru gáttuð á samráðsleysi bæjarstjórnar vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðva í bænum. Fulltrúi ungmennaráðs Akureyrar segir breytingunum fylgja mikil óvissa og óttast um afdrif félagsmiðstöðva í bænum. Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“ Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“
Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10