Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2025 12:01 Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna '78 segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu en myndin til hægri er tekin í göngunni í fyrra. Vísir Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“ Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira