Innlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna. Innlent 15.1.2025 20:46 Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Innlent 15.1.2025 19:19 Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. Innlent 15.1.2025 18:44 Ákærður fyrir að drepa móður sína Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur manni sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í október á síðasta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson við mbl.is í dag. Innlent 15.1.2025 18:31 Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri. Innlent 15.1.2025 18:00 Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í dag. Innlent 15.1.2025 16:43 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. Innlent 15.1.2025 16:40 Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. Innlent 15.1.2025 16:10 Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti nýtt deiluskipulag fyrir 180 íbúða byggð á reit á Ártúnshöfða til auglýsingar í dag. Reiturinn er fyrsti deiliskipulagsáfengi á lóð BM Vallár. Innlent 15.1.2025 16:01 Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Innlent 15.1.2025 15:56 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 15.1.2025 14:49 Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Innlent 15.1.2025 14:01 Lítil virkni frá hrinunni Lítil jarðskjálftavirkni hefur mælst í Bárðarbungu síðan áköf jarðskjálftahrina varð þar í gærmorgun á milli klukkan 6 og 9. Stakur skjálfti 2,4 að stærð mældist klukkan 17:17 síðdegis í gær en annars hefur verið lítil skjálftavirkni. Þó er ekki útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp á næstunni. Innlent 15.1.2025 13:29 Handritin öll komin á nýja heimilið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flutt öll handrit, sem hún hefur til varðveislu, í nýtt öryggisrými í Eddu við Arngrímsgötu 5. Innlent 15.1.2025 13:20 Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Innlent 15.1.2025 13:09 Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. Innlent 15.1.2025 12:44 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Innlent 15.1.2025 12:30 Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. Innlent 15.1.2025 12:13 Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ráðið Jónu Þóreyju Pétursdóttur sem annan aðstoðarmann sinn. Jóna Þórey er lögmaður sem hefur sinnt málum á sviði umhverfis- og eignarréttar. Á háskólaárum sínum sat hún í skipulagsteymi loftslagsverkfalla ungs fólks. Innlent 15.1.2025 11:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. Innlent 15.1.2025 10:39 Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast. Innlent 15.1.2025 10:24 Holtavörðuheiðin opin á ný Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði á nýjan leik. Innlent 15.1.2025 10:22 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. Innlent 15.1.2025 09:25 Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Alexandra Johansen ítrekar fyrir fólki að skilja ekki eftir ósprungnar flugelda og flugeldarusl á víðavangi. Sonur Alexöndru fann ósprungna tertu á fimmtudaginn í síðustu viku sem sprakk beint framan í hann. Hann er mikið slasaður í andlitinu en hefur einnig upplifað mikla andlega vanlíðan og áfall. Innlent 15.1.2025 08:59 Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Pólskur karlmaður var afhentur til Póllands frá Íslandi á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar í vetur vegna meintra brota hans í heimalandinu. Hann er grunaður um að hafa valdið mannskæðri gassprengingu. Innlent 15.1.2025 08:02 Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Innlent 15.1.2025 07:52 Rólegt við Bárðarbungu Rólegt var við Bárðarbungu í nótt en jarðskjálftahrina hófst þar í gærmorgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, mældist. Innlent 15.1.2025 07:09 Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Innlent 15.1.2025 06:38 Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi sem hafði farið inn á nokkur veitingahús í miðbænum og verið ógnandi. Var hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Innlent 15.1.2025 06:18 Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Innlent 14.1.2025 22:34 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna. Innlent 15.1.2025 20:46
Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Innlent 15.1.2025 19:19
Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. Innlent 15.1.2025 18:44
Ákærður fyrir að drepa móður sína Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur manni sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í október á síðasta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson við mbl.is í dag. Innlent 15.1.2025 18:31
Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri. Innlent 15.1.2025 18:00
Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í dag. Innlent 15.1.2025 16:43
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. Innlent 15.1.2025 16:40
Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. Innlent 15.1.2025 16:10
Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti nýtt deiluskipulag fyrir 180 íbúða byggð á reit á Ártúnshöfða til auglýsingar í dag. Reiturinn er fyrsti deiliskipulagsáfengi á lóð BM Vallár. Innlent 15.1.2025 16:01
Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Innlent 15.1.2025 15:56
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 15.1.2025 14:49
Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Innlent 15.1.2025 14:01
Lítil virkni frá hrinunni Lítil jarðskjálftavirkni hefur mælst í Bárðarbungu síðan áköf jarðskjálftahrina varð þar í gærmorgun á milli klukkan 6 og 9. Stakur skjálfti 2,4 að stærð mældist klukkan 17:17 síðdegis í gær en annars hefur verið lítil skjálftavirkni. Þó er ekki útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp á næstunni. Innlent 15.1.2025 13:29
Handritin öll komin á nýja heimilið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flutt öll handrit, sem hún hefur til varðveislu, í nýtt öryggisrými í Eddu við Arngrímsgötu 5. Innlent 15.1.2025 13:20
Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Innlent 15.1.2025 13:09
Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. Innlent 15.1.2025 12:44
Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Innlent 15.1.2025 12:30
Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. Innlent 15.1.2025 12:13
Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ráðið Jónu Þóreyju Pétursdóttur sem annan aðstoðarmann sinn. Jóna Þórey er lögmaður sem hefur sinnt málum á sviði umhverfis- og eignarréttar. Á háskólaárum sínum sat hún í skipulagsteymi loftslagsverkfalla ungs fólks. Innlent 15.1.2025 11:43
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. Innlent 15.1.2025 10:39
Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast. Innlent 15.1.2025 10:24
Holtavörðuheiðin opin á ný Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði á nýjan leik. Innlent 15.1.2025 10:22
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. Innlent 15.1.2025 09:25
Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Alexandra Johansen ítrekar fyrir fólki að skilja ekki eftir ósprungnar flugelda og flugeldarusl á víðavangi. Sonur Alexöndru fann ósprungna tertu á fimmtudaginn í síðustu viku sem sprakk beint framan í hann. Hann er mikið slasaður í andlitinu en hefur einnig upplifað mikla andlega vanlíðan og áfall. Innlent 15.1.2025 08:59
Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Pólskur karlmaður var afhentur til Póllands frá Íslandi á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar í vetur vegna meintra brota hans í heimalandinu. Hann er grunaður um að hafa valdið mannskæðri gassprengingu. Innlent 15.1.2025 08:02
Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Innlent 15.1.2025 07:52
Rólegt við Bárðarbungu Rólegt var við Bárðarbungu í nótt en jarðskjálftahrina hófst þar í gærmorgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, mældist. Innlent 15.1.2025 07:09
Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Innlent 15.1.2025 06:38
Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi sem hafði farið inn á nokkur veitingahús í miðbænum og verið ógnandi. Var hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Innlent 15.1.2025 06:18
Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Innlent 14.1.2025 22:34
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent