Erlent

Finnar flýta afléttingu

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að hefja afléttingu sóttvarnartakmarkana vegna Covid-19 fyrr en gert var ráð fyrir, þar sem álag á heilbrigðiskerfið þar fer minnkandi.

Erlent

Keyrði próf­laus í sjö­tíu ár

Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938.

Erlent

Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni

Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa.

Erlent

Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands

Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir njósnir í Þýskalandi. Maðurinn starfaði hjá háskóla í Bæjaralandi en er sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til leyniþjónustu Rússlands og þá sérstaklega upplýsingum um þróun Ariane-eldflauga.

Erlent

Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum

Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver.

Erlent

Neitar að hafa verið góður vinur Ghisla­ine Maxwell

Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum.

Erlent

Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar

Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir.

Erlent

Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu

Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri.

Erlent

Enn bætist á vandræði Borisar

Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“.

Erlent

Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið

Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið.

Erlent

Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja

Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum.

Erlent

Leggja niður allar sótt­varna­að­gerðir í Dan­mörku

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.

Erlent

Mun aftur svara fyrir veislu­völdin í breska þinginu í dag

Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum.

Erlent

Ekki enn tekist að kjósa nýjan forseta á Ítalíu

Ekki náðist samstaða meðal ítalskra þingmanna í dag um hver skyldi verða næsti forseti landsins, annan daginn í röð. Þingmenn gengu aftur til kosninga í dag en leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru ósammála um hver eigi að taka við.

Erlent

Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. 

Erlent