Bannað að leigja ferðamönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2023 16:30 Graca-hverfið í Lissabon. Útleiga íbúða til ferðamanna hefur lamað miðborgarkjarna margra stórborga á Íberíuskaganum og nú hafa stjórnvöld margra borga blásið til gagnsóknar til að laða innfædda inn í borgirnar á ný. Jorge Mantilla/Getty Images Fasteignaverð í Portúgal er í hæstu hæðum og láglaunafólk hefur ekki lengur ráð á þaki yfir höfuðið. Meirihlutastjórn sósíalista hefur kynnt róttækar aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Auðar íbúðir verða teknar traustataki, leiguþak verður sett á og bannað verður að leigja húsnæði út til ferðamanna. Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði. Portúgal Spánn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði.
Portúgal Spánn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira