Börn á meðal þeirra 58 sem létu lífið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 16:47 Frá björgunaraðgerðum á strönd skammt frá bænum Cutro á Suður-Ítalíu. ap Minnst fimmtíu og átta manns, þar á meðal börn, létu lífið þegar þegar bátur fórst undan suð-austurstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum. Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna. Ítalía Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna.
Ítalía Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent