Börn á meðal þeirra 58 sem létu lífið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 16:47 Frá björgunaraðgerðum á strönd skammt frá bænum Cutro á Suður-Ítalíu. ap Minnst fimmtíu og átta manns, þar á meðal börn, létu lífið þegar þegar bátur fórst undan suð-austurstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum. Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna. Ítalía Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna.
Ítalía Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira