Erlent Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Erlent 5.2.2022 22:22 Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. Erlent 5.2.2022 20:52 Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. Erlent 5.2.2022 16:10 Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. Erlent 5.2.2022 07:00 Eiga nokkra hættulega metra eftir til barnsins í brunninum Björgunarsveitir í Marokkó eru að nálgast fimm ára dreng sem hefur setið fastur í brunni í fjóra daga. Marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem heitir Rayan og féll í brunninn á þriðjudaginn. Erlent 4.2.2022 14:52 Stoltenberg verður næsti seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Hann er skipaður til sex ára og mun taka við embættinu 1. október. Erlent 4.2.2022 11:05 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. Erlent 4.2.2022 08:54 Danski samgönguráðherrann segir af sér Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans. Erlent 4.2.2022 08:07 Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Erlent 4.2.2022 07:42 Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Erlent 3.2.2022 23:01 Þjóðin fylgist agndofa með leit að fimm ára dreng sem féll í brunn Marókkóska þjóðin fylgist nú agndofa með björgunartilraunum yfirvalda þar í landi sem miða að því að koma fimm ára dreng sem féll tugi metra ofan í brunn til bjargar. Erlent 3.2.2022 21:00 Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Erlent 3.2.2022 14:57 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Erlent 3.2.2022 12:02 Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Erlent 3.2.2022 11:34 Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Erlent 3.2.2022 11:11 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Erlent 3.2.2022 09:36 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. Erlent 3.2.2022 07:28 Höfuðandstæðingi Trudeaus bolað frá Þingmenn kanadíska Íhaldsflokksins boluðu formanni flokksins, Erin O’Toole, úr embætti í gær. Erlent 3.2.2022 07:12 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Erlent 3.2.2022 06:45 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Erlent 2.2.2022 23:33 Bandaríkjaher rekur óbólusetta hermenn Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna. Erlent 2.2.2022 22:34 Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Erlent 2.2.2022 22:02 Forseti CNN hættir vegna ástarsambands við samstarfskonu Forseti fjölmiðilsins CNN í Bandaríkjunum sagði af sér í morgun eftir að upp komst um ástarsamband hans við samstarfskonu. Erlent 2.2.2022 21:53 Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. Erlent 2.2.2022 19:30 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. Erlent 2.2.2022 18:50 Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. Erlent 2.2.2022 15:49 ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. Erlent 2.2.2022 14:35 Minnst 26 létust þegar rafmagnslína féll á verslunarfólk Minnst 26 létust eftir að þeir fengu raflost þegar rafmagnslína féll á hóp fólks á markaði nærri höfuðborginni Kinshasa í Austur-Kongó í dag. Erlent 2.2.2022 13:19 Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Erlent 2.2.2022 10:50 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. Erlent 2.2.2022 09:28 « ‹ 302 303 304 305 306 307 308 309 310 … 334 ›
Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Erlent 5.2.2022 22:22
Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. Erlent 5.2.2022 20:52
Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. Erlent 5.2.2022 16:10
Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. Erlent 5.2.2022 07:00
Eiga nokkra hættulega metra eftir til barnsins í brunninum Björgunarsveitir í Marokkó eru að nálgast fimm ára dreng sem hefur setið fastur í brunni í fjóra daga. Marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem heitir Rayan og féll í brunninn á þriðjudaginn. Erlent 4.2.2022 14:52
Stoltenberg verður næsti seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Hann er skipaður til sex ára og mun taka við embættinu 1. október. Erlent 4.2.2022 11:05
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. Erlent 4.2.2022 08:54
Danski samgönguráðherrann segir af sér Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans. Erlent 4.2.2022 08:07
Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Erlent 4.2.2022 07:42
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Erlent 3.2.2022 23:01
Þjóðin fylgist agndofa með leit að fimm ára dreng sem féll í brunn Marókkóska þjóðin fylgist nú agndofa með björgunartilraunum yfirvalda þar í landi sem miða að því að koma fimm ára dreng sem féll tugi metra ofan í brunn til bjargar. Erlent 3.2.2022 21:00
Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Erlent 3.2.2022 14:57
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Erlent 3.2.2022 12:02
Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Erlent 3.2.2022 11:34
Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Erlent 3.2.2022 11:11
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Erlent 3.2.2022 09:36
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. Erlent 3.2.2022 07:28
Höfuðandstæðingi Trudeaus bolað frá Þingmenn kanadíska Íhaldsflokksins boluðu formanni flokksins, Erin O’Toole, úr embætti í gær. Erlent 3.2.2022 07:12
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Erlent 3.2.2022 06:45
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Erlent 2.2.2022 23:33
Bandaríkjaher rekur óbólusetta hermenn Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna. Erlent 2.2.2022 22:34
Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Erlent 2.2.2022 22:02
Forseti CNN hættir vegna ástarsambands við samstarfskonu Forseti fjölmiðilsins CNN í Bandaríkjunum sagði af sér í morgun eftir að upp komst um ástarsamband hans við samstarfskonu. Erlent 2.2.2022 21:53
Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. Erlent 2.2.2022 19:30
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. Erlent 2.2.2022 18:50
Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. Erlent 2.2.2022 15:49
ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. Erlent 2.2.2022 14:35
Minnst 26 létust þegar rafmagnslína féll á verslunarfólk Minnst 26 létust eftir að þeir fengu raflost þegar rafmagnslína féll á hóp fólks á markaði nærri höfuðborginni Kinshasa í Austur-Kongó í dag. Erlent 2.2.2022 13:19
Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Erlent 2.2.2022 10:50
Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. Erlent 2.2.2022 09:28