Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. Erlent 12.9.2022 11:34 Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Erlent 12.9.2022 09:09 Fyrrverandi kærasta Musk setur minjagripi á uppboð Jennifer Gwynne, fyrrverandi kærasta frumkvöðulsins Elon Musk, hefur sett nokkra minjagripi um samband þeirra á uppboð. Meðal gripanna eru ljósmyndir af Musk og hálsmen sem hann gaf henni. Erlent 12.9.2022 08:25 Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. Erlent 12.9.2022 07:41 Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Erlent 12.9.2022 07:29 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. Erlent 12.9.2022 06:57 Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. Erlent 12.9.2022 00:02 Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. Erlent 11.9.2022 22:07 Forsetahjónin fögnuðu með Margréti Þórhildi Í dag fagnaði Margrét Þórhildur Danadrottning fimmtíu ára valdaafmæli sínu. Hún bauð þjóðhöfðingjum Norðurlandanna til veislu og forsetahjónin íslensku létu sig ekki vanta. Erlent 11.9.2022 20:17 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. Erlent 11.9.2022 18:08 Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Erlent 11.9.2022 14:30 Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. Erlent 11.9.2022 13:49 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Erlent 11.9.2022 12:57 Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Erlent 11.9.2022 11:48 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. Erlent 11.9.2022 09:28 Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. Erlent 11.9.2022 08:49 Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir Papúa Nýju-Gíneu Risastór jarðskjálfti reið yfir í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en miklar skemmdir urðu á eignum og vitð er um nokkra sem slösuðust í skjálftanum. Erlent 11.9.2022 08:02 Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala. Erlent 10.9.2022 16:51 Elísabet verður jarðsungin 19. september Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Erlent 10.9.2022 16:15 Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. Erlent 10.9.2022 16:13 Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ Erlent 10.9.2022 15:57 Tuttugu létust í rútuslysi í Nígeríu Að minnsta kosti tuttugu létust í rútuslysi í suðvestur Nígeríu í gær. Yfirvöld segja að slysið megi rekja til hraðaksturs. Erlent 10.9.2022 14:43 Formaður danska Íhaldsflokksins uppvís að ítrekuðum ósannindum Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir ósannindin og lofar því að segja satt í framtíðinni. Erlent 10.9.2022 14:31 Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. Erlent 10.9.2022 14:06 Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Erlent 10.9.2022 11:40 Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. Erlent 10.9.2022 11:06 Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. Erlent 10.9.2022 10:26 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. Erlent 10.9.2022 09:33 Fimm látnir eftir mögulegan árekstur við hval Fimm létust þegar bát hvolfdi við strendur Nýja-Sjálands í morgun. Um borð var fuglaáhugafólk en lögregla telur líklegt að báturinn hafi lent í árekstri við hval. Erlent 10.9.2022 08:38 Karl III verður formlega konungur Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman. Erlent 10.9.2022 08:10 « ‹ 242 243 244 245 246 247 248 249 250 … 334 ›
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. Erlent 12.9.2022 11:34
Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Erlent 12.9.2022 09:09
Fyrrverandi kærasta Musk setur minjagripi á uppboð Jennifer Gwynne, fyrrverandi kærasta frumkvöðulsins Elon Musk, hefur sett nokkra minjagripi um samband þeirra á uppboð. Meðal gripanna eru ljósmyndir af Musk og hálsmen sem hann gaf henni. Erlent 12.9.2022 08:25
Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. Erlent 12.9.2022 07:41
Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Erlent 12.9.2022 07:29
Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. Erlent 12.9.2022 06:57
Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. Erlent 12.9.2022 00:02
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. Erlent 11.9.2022 22:07
Forsetahjónin fögnuðu með Margréti Þórhildi Í dag fagnaði Margrét Þórhildur Danadrottning fimmtíu ára valdaafmæli sínu. Hún bauð þjóðhöfðingjum Norðurlandanna til veislu og forsetahjónin íslensku létu sig ekki vanta. Erlent 11.9.2022 20:17
Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. Erlent 11.9.2022 18:08
Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Erlent 11.9.2022 14:30
Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. Erlent 11.9.2022 13:49
Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Erlent 11.9.2022 12:57
Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Erlent 11.9.2022 11:48
Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. Erlent 11.9.2022 09:28
Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. Erlent 11.9.2022 08:49
Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir Papúa Nýju-Gíneu Risastór jarðskjálfti reið yfir í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en miklar skemmdir urðu á eignum og vitð er um nokkra sem slösuðust í skjálftanum. Erlent 11.9.2022 08:02
Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala. Erlent 10.9.2022 16:51
Elísabet verður jarðsungin 19. september Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Erlent 10.9.2022 16:15
Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. Erlent 10.9.2022 16:13
Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ Erlent 10.9.2022 15:57
Tuttugu létust í rútuslysi í Nígeríu Að minnsta kosti tuttugu létust í rútuslysi í suðvestur Nígeríu í gær. Yfirvöld segja að slysið megi rekja til hraðaksturs. Erlent 10.9.2022 14:43
Formaður danska Íhaldsflokksins uppvís að ítrekuðum ósannindum Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir ósannindin og lofar því að segja satt í framtíðinni. Erlent 10.9.2022 14:31
Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. Erlent 10.9.2022 14:06
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Erlent 10.9.2022 11:40
Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. Erlent 10.9.2022 11:06
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. Erlent 10.9.2022 10:26
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. Erlent 10.9.2022 09:33
Fimm látnir eftir mögulegan árekstur við hval Fimm létust þegar bát hvolfdi við strendur Nýja-Sjálands í morgun. Um borð var fuglaáhugafólk en lögregla telur líklegt að báturinn hafi lent í árekstri við hval. Erlent 10.9.2022 08:38
Karl III verður formlega konungur Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman. Erlent 10.9.2022 08:10